Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 41
Bréf frá séra Guðmundi Sveinssyni.
Séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri hefir fylgzt með
rannsóknunum á handritunum, er fundust í grennd við Jeríkó
1947 og skýrt hefir verið frá hér í ritinu. Hefir séra Guð-
mundur hlýtt á erindi eins ágætasta vísindamanns í þessum
fræðum og skrifar um það sem hér segir:
Réttast mun að byrja á byrjuninni: Fyrirlestri dr. Edel-
hianns. Ég sé, að þú hefir skrifað um handritafundinn í
Kirkjuritið og þar getur þú margs þess, sem hann sagði
frá í fyrirlestri sínum.
Þetta voru höfuðatriði fyrirlestursins:
Dr. Edelmann hóf mál sitt með því að tala um hand-
ritafundinn almennt, þá miklu athygli, sem hann hafði
vakið um allan heim. Sérstaklega gat hann þá um mis-
hiunandi skoðanir fræðimanna á aldri handritanna. Flestir
teldu handritin frá tímanum f. Kr. Prófessor í Jerúsalem
einn áætlaði, að þau væru frá 3. öld e. Kr. Raddir hefðu
heyrzt um, að þau væru fölsuð og stöfuðu frá 19. eða 20.
öldinni. Rök fyrir síðastnefndu skoðuninni væru helzt þau
uð minna á fund handrita yfir 5. Mósebók, sem gerður
var á öldinni sem leið og sannazt hafði um að væri fals-
aður. — Ræðumaður hélt því hiklaust fram, að fyrst
nefnda skoðunin væri rétt. Skriftartáknin og sérkennileg-
ar orðmyndir sönnuðu það.
Næst rakti hann söguna um það, hvernig handritin
fundust og komust í hendur vísindamanna. Bedúínar fimdu