Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 53

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 53
ENGILSVÍK 51 Hér hafa lauslega verið rakin nokkur atriði úr hinni fomu frásögn, sem geymzt hefir í munnmælum um upp- haf Strandarkirkju. Hér verður engin tilraun gerð til að gagnrýna þá sögu, enda er það trú okkar flestra, Islend- inga, að hún sé í aðalatriðum sönn. Þess má geta, að ör- nefnið Engilsvík er merkilegt vitni í því máli. Allir, sem nokkuð að ráði eru kunnugir efni Nýja testa- mentisins, kannast við frásögn Postulasögunnar um það, er Páll postuli var fluttur sem bandingi hins rómverska keisara með skipi, sem hraktist um austurhluta Miðjarð- arhafs fyrir fárviðrum og sjó. öll von var talin úti um, að áhöfnin kæmist lífs af. Þá vitraðist Páli engill, sem boðaði honum, að allir á skipinu mundu bjargast. Þennan boðskap flutti hann skipverjum með öruggri sannfæringu, þvi að hann þekkti af eigin raun, hvernig vilji hins æðsta opinberast stundum með dularfullum hætti. Þessi spá- dómur postulans um björgun skipshafnarinnar úr hinum brýnasta háská rættist fullkomlega. Þannig varð þessi sjóferðarsaga slungin himneskum þáttum. Engill Guðs vakti yfir skipinu. Það er andlegur skyldleiki milli þess- era tveggja sagna, sjóhrakningasögu Páls og sögunnar um Engilsvík. Sama afl og sami kærleikur eru að verki í báð- Um sögunum. 1 þeim báðum standa dyr sálarinnar opnar fyrir æðra valdi. 1 báðum er vakað yfir sjófarendum, sem hrekjast um höfin. Báðar segja frá vemd og varð- stöðu himneskra sendiboða. Slíkar sögur munu vafalaust okki falla þeim mönnum í geð, sem afgreiða allt slíkt með einu orði: Blekking. En sannsögulegt gildi þeirra verður óbreytt fyrir því. Ef eitthvert skeldýr sjávarins mætti mæla, væri það líklegt til að segja: Það er ekkert til nema ég og sjórinn, en þó fyrst og fremst ég. Það gæti kallað þetta rökvísindi og haft að vissu marki rétt til þess. En fegurð landanna og sóldýrð himinsins mundu samt sem áður vera til. Ibúar allra landa veraldarinnar mundu halda áfram að elska og lifa og njóta fegurðar lífsins, þrátt fyrir öll vísindi skeldýrsins. Ilmblær sum-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.