Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 56
54
KIRKJURITIÐ
að hún var eins og hönd sigraðs manns, sem kreppist
í dauðahaldi utan um eina perlu, dýrustu eign lífsins, and-
virði allra fegurstu drauma sinna og vona. En hún sleppti
ekki takinu. Þessi kirkja hefir staðið sem tákn hinnar
stríðandi íslenzku þjóðar á myrkum öldum. Undir lágu
þaki mættust þar annars vegar einangrunin og hin jarð-
neska barátta og hins vegar líknsemi Guðs og ljós him-
insins. Þrátt fyrir örbirgð og basl fólksins á liðinni tíð,
hvarf um stund, þegar þangað var komið, hin víðáttu-
mikla flatneskja hversdagsleikans, þar sem fjallið rennur
saman við sléttuna. Þar var hugunum lyft upp í hæðirn-
ar. Þar stóðu þreyttir fætur alþýðumanna á stuttri en
heilagri stund á fjöllum Guðs í sólskini og kyrrð hátt fyr-
ir ofan sandstorm og brim. I slíkri kirkju ber að vegsama
Guð.
1 alkunnum sálmi, sem oft er sunginn, standa þessar
Ijóðlínur: „í gegnum bárur, brim og voðasker nú birtir
senn.“ Eitthvað þessu líkt kallar Strandarkirkja út yfir
þjóðina til hvers og eins á erfiðum stundum. Hún kallar
einnig á hinum góðu dögum og biður þjóðina að muna
það, að Ijósið, sem skein í myrkrinu, má ekki gleymast
í birtunni. Hún kallar þann boðskap sinn til sjómannanna,
að Guði er gott að treysta, og hverjum manni er það far-
arheill í lífinu að sigla eftir þeim Ijósmerkjum, sem að
ofan koma, frá hinum æðra heimi.
Gestur, þú sem kemur í Strandarkirkju, þú munt, ef
þú hlustar vel, heyra rödd, sem talar til þín, og hún seg-
ir: Treystu Guði, trúðu á ljósið bak við brimið og hjálp-
aðu jafnframt til þess, að einhver hinna mörgu strand-
staða í mannlífinu breytist í Engilsvík, þar sem þeim,
sem lengi hefir hrakizt og lengi villzt, er lýst í örugga
höfn, og þá munt þú einnig einhvem tíma sjá, að þar
sem þú kemur að landi, bíður engillinn eftir þér.
Slíkur er boðskapur Strandarkirkju.
Helgi Sveinsson.