Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 59

Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 59
JÁTNINGARRIT ÍSL. KIRKJUNNAR 57 meyjarfæðinguna, upprisu holdsins, útskúfun óskírðra barna til ævinlegs kvalalífs með djöflum, fyrirhugunar- kenningu, sem dæmir mikinn hluta mannkyns til sama staðar — og jafnvel yrðu þeir að vera innilega sammála um, að hver sem vill verða sáluhólpinn, þurfi umfram allt að halda kaþólska trú, eins og segir í Aþanasiusar- játningunni. Þeir þyrftu og að hafa haft brennandi sann- feringu fyrir hinni háfleygu guðfræði sömu játningar, að sá glatist efalaust eilíflega, sem ekki tignar einn guð í þrenningu og þrenningu í einingu og megi menn þó hvorki blanda saman persónum né aðskilja verund þeirra °g séu þó ekki þrír guðir, heldur einn guð o. s. frv. Hafi þetta vakað fyrir löggjöfunum og sé það raunveru- lega tilætlun þeirra, að hér gildi nákvæmlega sama trú, sem Kristján þriðji tróð upp á íslendinga, til þess að geta látið greipar sópa um kirkjugózin, þá væri kannske ástæða til að ætla, að stjórnarskráin væri þarna nokkum veginn spegilmynd af trúarþroska þjóðarinnar, og því næði það tilgangi að framkvæma þessi lög, eins og höf. þykir eðli- legast. En niðurstaða hans er í stuttu máli þessi: Líta ber á hin spámannlegu og postullegu rit (þ. e. Ritninguna) sem eins konar stjómarskrá kirkjunnar. Trúarjátningarnar og skýringarrit siðbótarmanna verða hins vegar að teljast elmenn lög um trúarkenninguna, þangað til þeim er hmnd- ið með dómi, er leiðir í ljós að annað teljist réttara. ^etta verður að dæmast í einstökum atriðum eftir þvi, hvað frábrigðið telst mikilvægt. Fyrsta spurningin, sem vaknar við lestur þessarar rit- gerðar, er sú, hvaða þýðingu það hafi yfirleitt að binda trú manna við lagabókstaf? Er hægt að láta menn trúa nokkru, þótt þeim sé skipað það með lögum? Naumast þar, sem hugsunarfrelsi ríkir, nema tekin sé í notkun marg- íalt öflugri áróðursvél en íslenzka þjóðkirkjan er, svo sem kirkjuagi og refsingar, ef út af er brugðið. Þessi aðferð var notuð áður fyrr á rétttrúnaðaröldinni og er enn í

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.