Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 60
58
KIRKJURITIÐ
fullu gildi í löndum, þar sem harðstjórn og skoðanakúg-
un ríkir. Þá voru menn hiklaust settir í gapastokk eða
drepnir „að heilags anda náð tilkallaðri“, eins og dr. Ein-
ar Amórsson mun hafa oftsinnis lesið um í Alþingisbók-
unum, ef þeim fórust ófimlega orð um heilaga þrenningu.
En íslenzka kirkjan ræður nú ekki yfir neinum slíkum
úrræðum, enda er það óvíst, hvort dygði, nema við grunn-
hyggnar og ístöðulitlar sálir. Þetta kann að þykja nauð-
synlegt, þegar um ytra stjórnarfar er að ræða. En um
allt það, er varðar þroska og andlega heill sálnanna, er
aðferðin fjarstæða tóm. Enda þótt hægt væri að kúga
menn til slíkra játninga, eða láta þá samþykkja þær með
vörunum, mundi lítill hugur fylgja máli. Ef allan skiln-
ing brysti og dýpri sannfæring, væri trúin dauð og ekk-
ert nema nafnið.
Hverjum kæmi slík kirkja að gagni? Ekki löggjafan-
um, ekki þjóðfélaginu, engum! Tilgangur trúarbragðanna
er sáluhjálp einstaklingsins, alefling andans og efling fag-
urra dyggða. Þeim tilgangi verður ekki náð með trú, sem
er aðeins lagabókstafur. Trúin þarf að vera lifandi sann-
færing í sálinni, kraftur, sem starfar til hjálpræðis.
Hér verður því samvizkufrelsi og hugsunarfrelsi að
koma til greina, ef kirkjan á að geta haft nokkra mögu-
leika til að vinna það gagn, sem af henni er vænzt í þjóð-
félaginu. Og ef nauðsynlegt þykir að tryggja hugsunar-
frelsi í öllum öðrum efnum með stjórnarskránni, hví skyldi
þetta frelsi þá vera ónauðsynlegra í þjóðkirkjunni, þar
sem fjallað er um sáluhjálparefni? Vitanlega er það rétt,
að þjóðfélagið getur ekki styrkt hvaða trúarflokk sem
er. En þar sem embættisveiting í þjóðkirkjunni er bundin
við próf í guðfræði við Háskóla Islands, ætti að vera
nokkur trygging fyrir því, að ekki veljist til þess starfs
alóhæfir menn. Auk þess eru prestar undir eftirliti bisk-
upa, og ætti að mega treysta áliti þeirra um það betur
en dómi veraldlegra valdsmanna, hvort prestur er, kenn-
ingar sinnar vegna, hæfur þjónn kirkjunnar.