Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 63

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 63
JÁTNINGARRIT ÍSL. KIRKJUNNAR 61 Hún yrði að losa sig við hverja sál, sem einhverja við- leitni hefði til sjálfstæðrar hugsunar. Hún gæti ekki not- að nema aumustu kredduþræla. Ef eg t. d. jarðsyng óskírt barn og yrði það á að hugga foreldrana með því, að bam- ið hefði verið saklaust og mundi án efa hafa hlotið inn- göngu í himin Guðs, gætu þessir foreldrar eða aðrir út í frá lögsótt mig fyrir það að fara með trúarvillu. Eg hefði átt að segja, að þar sem barnið var óskírt, hlyti það að hafa farið til helvítis í eilífðar kvalir. Eg mundi verja mig fyrir dóminum með því, að sennilegast þyki nú, að aldrei hafi Krstur kennt slíkt. Samstofna guðspjöllin geti aldrei um, að Jesús hafi skírt. Ósennilegt sé, að höfundar Samstofna guðspjallanna hefðu vandlega um þetta þagað, ef þeir hefðu heyrt nokkur dæmi þess, að Jesús hafi starf- að að því að skíra börn og talið það óhjákvæmilegt til sáluhjálpar. En ekkert mundu þessar röksemdir duga mér, ef Einar Arnórsson ætti að dæma. Hann mundi þegar í stað fletta UPP í grundvallarlögum kirkjunnar: Fræðum Lúthers, sem segja að skírnin frelsi frá dauðanum og djöflinum °g gefi eilífa sáluhjálp og því næst í Augsborgarjátning- U]ani, 2. og 9. grein, sem segir, að skírnin sé nauðsynleg fil sáluhjálpar, svo að barnið verði tekið til náðar hjá Guði. Fyrirdæmi siðbótarmenn þá, er hafna barnsskírn °g fullyrði að bömin hjálpist án skírnar, enda hljóti upp- runasyndin að steypa í eilífa glötun þeim, sem ekki end- Urfæðast fyrir skím og heilagan anda. Með þessu yrði eg sennilega dæmdur frá kjóli og kalli. En væri eg rekinn úr kirkjunni með skírskotun til Mark. 16,16, þá mundi eg benda dómaranum á að athuga fram- haldið, Mark. 16,17: „En þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa: í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma. Og þó að þeir drekki aitthvað banvænt, þá mun það alls ekki saka þá. Og þeir munu leggja hendur yfir sjúka og þeir munu verða heilir.“ Mér mundi þá þykja það sanngjarnt, að þegar hinir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.