Kirkjuritið - 01.01.1952, Qupperneq 70
68
KIRKJURITIÐ
leg aðalfundarstörf. í stjóm voru kosnir: Séra Þorsteinn Jó-
hannesson, Vatnsfirði, formaður, séra Sigurður Kristjánsson,
Isafirði, gjaldkeri, séra Jóhannes Pálmason, Súgandafirði, rit-
ari. Meðstjórnendur séra Jón Kr. ísfeld og séra Stefán Eggerts-
son. — Að kvöldi sátu fundarmenn boð prestshjóna staðarins.
Var það ánægjuleg samverustund. Þá sáu fundarmenn kvik-
mynd frá starfi K.F.U.M. í Vatnaskógi. — 10 prestar sóttu
fundinn.
Frumvarpið um skipun prestakalla
hefir nú verið samþykkt á Alþingi, og verður nánar skýrt
frá því í næsta hefti.
Erlendar fréttir.
Rússneska kirkjan.
Um Rússland hefir margt og mikið verið rætt og ritað á síð-
ustu árum, bæði til lofs og lasts, en oft hefir verið erfitt að
vita, hvað satt hefir verið í þeim umræðum.
Nýlega er komin út bók í Danmörku eftir Alf Johansen, pró-
fast í Salling, er heitir: „Rússneska kirkjan í dag“. í bókinni
er reynt að draga upp sem sannasta mynd af kirkju og trúar-
lífi í Ráðstjómarríkjunum og segja frá staðreyndum. Höfimd-
urinn hefir numið rússnesku og kynnt sér rækilega þær heim-
ildir, sem bók hans byggist á. E, Berggrav biskup hefir skrif-
að um bókina og mælt með henni í tímaritinu Kirke og Kultur.
Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna
átti 3ja ára afmæli 9. des. s.l. og var þessa afmælis minnzt
í kirkjum víða um heim. Mannréttindaskráin byggir á siðgæði
kristindómsins og hinna æðri trúarbragða, en upp úr þeim
jarðvegi sprettur allt það, sem bezt er í andlegri framþróun
mannsandans.
John R. Mott,
æskulýðsleiðtoginn heimsfrægi, er nú 87 ára gamall, en er þó
f jarri því að vera setztur í helgan stein. Síðast Uðið vor ferð-
aðist hann til Austurlanda, í sumar fór hann til Sviss og þaðan
fór hann til Konstantinopel og síðan heim til Bandaríkjanna.
Ó. J. Þ.