Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 10
248 KIRKJURITIÐ Þið eigið að vera okkar bjarta og skínandi vor. Látið bera hátt ljós kærleikans, svo að það lýsi allri þjóðinni. öllum hafís verri er hjartans is, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær, sem til hjartans nær frá hetjanna fórnarstól, bræðir andans ís, þaðan aftur rís fyrir ókomna tíma sól. Gleöilegt sumar í Jesú nafni. Biskup landsins og prófastar. Þessi ágæta mynd, sem birt er hér á blaðsíðunni á móti, var tekin á prestastefnu 1954. Hér eru nöfn þeirra, sem á myndinni eru: 1 fremstu röð, talið frá vinstri: Séra Helgi Konráðsson, séra Jakob Einarsson, dr. Ásmundur Guðmundsson, séra Eiríkur Helgason, séra Sigurður Lárusson, séra Sigurjón Guðjónsson. í annarri röð: Séra Þorsteinn B. Gíslason, séra Jón Ólafsson, séra Einar Sturlaugsson, séra Garðar Þorsteinsson, séra Sveinbjörn Högnason, séra Eiríkur Stefánsson. t þriðju röð: Séra Bergur Björnsson, séra Gísli Brynjólfsson, séra Þorsteinn Jóhannesson, séra Andrés Ólafsson, séra Friðrik A. Frið- riksson, séra Jón Auðuns. I efstu röð: Séra Haraldur Jónasson, séra Pétur T. Oddsson, séra Þórður Oddgeirsson. Einn þáverandi prófast vantar á myndina, séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.