Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 19
KIRKJRUNAR í VESTMANNAEYJUM 257 gamla kirkjan verið rifin og sú nýja tekin til notkunar, messu- gerðar og fleira, áður en hún (nýja kirkjan) var komin undir þak, því að svo skjóllítil sem gamla kirkjan var, hefði þó verið minna skjól í hinni nýju þaklausri. Til er uppdráttur af Eyjunum (Heimaey), sem birtur er í bókinni „Örnefni í Vestmannaeyjum“, bls. 95. Uppdrátt þennan gerði séra Sæmundur^ Magnússon Hólm, sem var prestur í Helgafellsprestakalli í Snæfellsnesprófasts- dæmi frá 1789—1819 (eða 1821). Dó 72 ára að aldri. Upp- dráttur þessi er gerður 1776, samkvæmt ártali, sem á upp- drættinum er. Uppdrátturinn er eðlilega ekki nákvæmur, bor- inn saman við nútímauppdrátt af Eyjunum, en hann er fróð- legur og sýnir meðal annars, hvernig og hvar byggðir voru hér, hafskipalegan o. m. fl., og á honum sést gamla kirkjan í birkjugarðinum, sem þar var fyrst byggð 1631 og síðan endur- reist þar þrisvar sinnum. Kirkja þessi er lítið hús, turnlaus, með stöng upp úr fram-(vestur)stafni og veifa á stönginni, en klukkurnar tvær að kirkjubaki, uppfestar á trjám. Af þessu sést, að árið 1776 er kirkja þessi enn notuð og hefir sennilegast vei'ið notuð þangað til lokið var smíði nýju kirkjunnar um 1880. — Nýja kirkjan hefir verið meðal myndarlegustu húsa hér á landi og byggð við vöxt, sem sést á því, að árið 1787 eru hér í Eyjum aðeins 236 íbúar, sem þó fer ört fækkandi, sökum fátæktar, kúgunar og landlægra drepsótta, svo að um 1800 eru íbúar hér aðeins 173. Landakirkja sú, sem hér um ræðir, er í röð elztu steinkirkna landsins, en aldur þeirra er sem næst því, er hér segir: 1- Viðeyjarkirkja, fullgerð árið 1759. 2. Hólakirkja í Hjaltadal, fullgerð 1763. 3. Landakirkja í Vestmannaeyjum, fullgerð 1780. 4. Bessastaðakirkja, byrjað að byggja hana um 1780, en talin fullgerð 1820. Byggingin því staðið yfir um 40 ár, en vígð 1823. Um kirkjugarða hér í Eyjum er vitað, að þeir hafa verið á fimm stöðum: 1- Undir Litlu-Löngu (Litlu-Lönguhlíð). 2. Á Kirkjubæ. 3. Á Ofanleiti. 4. Á Fornu-Löndum. 17

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.