Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 17
KIRKJRUNAR í VESTMANNAEYJUM 255
sem ekki var notað hér, var sent til Bessastaða. Reikningur
yfir kirkjubygginguna er frá 1781. (Lovsaml. for Isl. IV. 592
—93). Með því að kostnaðarreikningur við bygginguna er frá
1781, þá er mjög sennilegt, að byggingunni hafi verið lokið
árið 1780, og byggingin því staðið yfir í 6 ár, frá 1774—1780.
Trégrindur voru umhverfis kirkjuna, sem kostuðu 107 ríkis-
dali 52 skildinga (Lovsaml. for Isl. IV. 592—93).
Útlit kirkju þessarar var í upphafi allt annað en nú. Hún
var turnlaus, og klukkurnar því í klukknagrindum á flötinni
vestur af kirkjunni, sneitt var af þakburstunum, gluggarnir
^iinni, kórdyr norðan megin undir austasta glugganum og for-
kirkja engin. Einhver breyting eða viðgerð mun hafa farið
fram á kirkjunni um 1840, en aðalbreytingin á henni, að utan
°g innan, fór fram á dögum Andreas August Kohl, sem hér
var sýslumaður frá 1853—60. Ég fer þar eftir því, sem elztu
rnenn hér, skömmu eftir aldamótin, skýrðu mér frá, og sem
séð höfðu kirkjuna áður en breyting sú var framkvæmd, sem
Kohl lét gera. Kohl lét rífa timburklæðningu þá, sem Abel
sýslumaður (hann var sýslumaður hér frá 1821—1851) hafði
látið klæða austurgafl kirkjunnar með, til hlífðar gegn regni
°g annarri úrkomu. Það mun nýlunda, að klæða útvegg úr
steini með timbri. Turn lét hann setja á kirkjuna og flytja
Þangað klukkurnar.
Ræðustólinn, sem stóð þar, sem skírnarfonturinn er nú, flutti
hann yfir altarið, og mun slíkt fátítt hér á landi. Skírnar-
fontinn setti hann þar, sem ræðustóllinn stóð, en ræðustólinn
flutti hann niður í þinghús. Man ég eftir honum þar, innst í
fundarsalnum, norðan megin. Ég man ekki eftir að nokkur
stigi þar í pontuna, en gaman höfðum við drengir af því, að
nStíga þar í stólinn“, ef tækifæri gafst til þess. Hvað um hann
varð, veit ég ekki, hann hefir sennilega verið rifinn til eldi-
viðar. Skilrúmið milli kórs og kirkju lét hann rífa, en sú girð-
ing var fágæt, einkum að því leyti, að skilrúm þetta var gert
roeðal annars af útskornum myndum af postulunum tólf, sex
til hvorrar handar, þegar inn í kórinn var gengið. Um þessar
Postulastyttur veit ég það síðast, að þeir voru vistaðir á haust-
mannaloftinu, þar sem hljóðfærið er nú, og líklega hafa þeir
að síðustu verið á bál bornir. Postulamyndir þessar skar út
Ámundi Sigurðsson, trésmiður á Tjörnum, Vestur-Eyjafjöllum