Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 15
KIRKJRUNAR í VESTMANNAEYJUM 253 t'eist ein kirkja á Fornulöndum (á hæðinni nálægt þar, sem Asgarður stendur nú) fyrir báðar sóknirnar, Kirkjubæjar og Ofanleitis, en kirkjurnar þar gerðar að bænhúsum. Bænhús þessi stóðu lengi, einkum á Ofanleiti, því að bænhúsið þar var ekki rifið fyrr en 1850. Á Fornulöndum stóð kirkja, þangað til Tyrkir brenndu hana 1627, eftir að hafa saurgað hana og svívirt á ýmsan hátt. Það er því rangt, sem segir í sóknarlýsingu séra Jóns Aust- manns, þeirri, sem fyrr er vitnað í; er komizt svo að orði þar, bls. 146: „Síðan var hún byggð í kirkjugarðinum, sem nú er, hvar hún var brennd af Tyrkjum árið 1627.“ Einnig er það rangt í sömu sóknarlýsingu, að kirkjan á Löndum hafi verið reist þar, næst á eftir byggingu Klemensarkirkju, þvi að það er vitað, að kirkjan á Löndum er sú fjórða í röðinni þeirra hirkna, sem hér hafa verið reistar. Ekki er vitað með vissu, hvað því réði að hin nýja kirkja, sem reist var 1573, var færð neðar á Eyjuna. En ekki er það ósennilegt, að því hafi ráðið, að þorp hafi þá verið farið að myndast niður við sjóinn, sunnan megin hafnarinnar, og að Þar hafi verið búsettir kaupmenn og verzlunarmenn, auk um- boðsmanns og annarra áhrifamanna hér. — Þessi kirkja á Löndum var, eins og fyrr um getur, fyrir báðar sóknirnar og notuð af báðum prestunum. Eftir að búið var að brenna kirkjuna á Löndum, var kirkju- laust hér í 4 ár, að undanteknum smákirkjunum á Kirkjubæ °g Ofanleiti, sem notaðar hafa verið þetta kirkjulausa tíma- hih Eyjabúar vildu ekki byggja kirkjuna upp á Löndum, álitu Þann stað vanhelgaðan eftir aðfarir Tyrkja þar. Eftir 4 ár er afráðið að byggja kirkjuna upp í kirkjugarðinum (gamla kirkju- garðinum), sem nú er notaður. — Kirkjan var byggð að mestu af samskotafé, og var allt ófullkomið, sem við kom endurreisn kirkjunnar, auk þess sem sumt af því vantaði algerlega, sem talið er nauðsynlegt við hverja kirkjulega athöfn. Kirkjan var hyggð þar upp þrisvar, fyrst árið 1686 og síðar 1722 og 1749. Sú kirkja entist illa, og var að því komið að byggja yrði hana UPP þar í fjórða sinn, svo úr sér var hún gengin að viðum óllum og svo lek, að tæplega var hægt að messa í henni, en Þá er horfið að því ráði, að byggja kirkjuna upp úr steini Þar skammt frá, á flöt þeirri, sem hún stendur nú á, og reynt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.