Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 32
Tvö bréf frá Matthíasi Jochumssyni um þjóSliátíðina 1874 og fleira. Bréf þau, sem hér eru birt í fyrsta sinn, urðu nýlega fyrir mér í bréfasafni úr fórum Eggerts Gunnarssonar umboðs- manns, sem ég hefi undir höndum, og fannst mér rétt, þar sem þorrinn af bréfum séra Matthíasar hefir verið prentaður, að þessi kæmu einnig fyrir almennings augu. Eftir jafnmerkilega menn og séra Matthías verður að halda til haga sem flestu, er frá þeirra hendi hefir komið, ekki sízt bréfum, sem ávallt eru margfróðleg heimild um manninn sjálf- an á þeirri stund, er þau voru rituð, auk þess sem ýmislegt má alltaf ráða af bréfunum, bæði beint og óbeint. Gildir þetta framar öllu um Matthías, sem aldrei var myrkur í máli. Þegar séra Matthías skrifar bréfin, er hann rétt búinn að taka við Þjóðólfi og er sem óðast að treysta sambönd sín við kaupendur blaðsins og líta til veðurs í stjórnmálunum. Þótti mörgum hann lítt vígamannlegur í stjórnmálaþrefinu við Dani, enda var hann heldur friðsamur í þeim sökum, fannst þjóðina skorta alla hluti til að geta staðið á eigin fótum, eða henni þyrfti að minnsta kosti að vaxa nokkuð fiskur um hrygg. Þegar einhver mannsbragur væri kominn á okkur, mundi tíminn vinna með okkur, en í bili lægi meira á öðru. Hvernig, sem um þetta verður dæmt, verður því ekki neitað, að blaðið tók stórkostlegum stakkaskiptum, er hann tók við ritstjórn þess, og bar af öllum blöðum landsins sem málsvari menningar og mannúðar, meðan séra Matthías stjórnaði því. Lét hann sig einkum bókmenntir og skólamál miklu skipta og orti um Þær mundir mörg sín snjöllustu og mestu kvæði. Víðsýni hans og andríki var aldrei meira, og penni hans eldfjörugur. Auk þess ortu og skrifuðu þá í blaðið öll beztu skáld landsins, eins og Grímur Thomsen, Benedikt Gröndal og Steingrímur Thorsteins- son, en fréttaritarar utanlands frá voru þeir Björn M. Ólsen og Jón A. Hjaltalín, svo að sjaldan hefir dagblað hér á landi haft betra liðskosti á að skipa.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.