Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 24
262 KIRKJURITIÐ hátt mjög almenn. Næstum undantekningarlaust, þar sem ég hlýddi á guðsþjónustu, tekur söfnuðurinn þátt í bænalestri með prestinum, og ætíð með sömu einlægu tjáningunni og ég gat um fyrr. Gildir þetta fyrst og fremst um Faðir vor og trúar- játninguna. Hljóðar bænastundir, þar sem allir lúta höfði um stund og biðjast fyrir, vöktu og að sjálfsögðu athygli mína. í enskum kirkjum eru knébeðir fyrir hvern mann. Á þá er oft kropið til bæna við hverja guðsþjónustu. Þesssi mikla, almenna og einlæga þátttaka safnaðanna í guðsþjónustuhaldinu er að mínu viti til sannrar fyrirmyndar. Hún setur stóraukinn helgisvip á það, og hún gefur athöfninni ólíkt meira gildi fyrir hvern einstakling. En skyldu þá lúthersku söfnuðirnir hér heima þola saman- burð við marga þá erlendu hvaö ytra starf þeirra snertir? Skyldum við þar vera jafnvirkir á akrinum og bræðrasöfnuð- irnir í nágrannalöndunum ? Því miður verður, almennt skoð- að, að svara þessu neitandi. Hver myndin af annarri, sem sýnir það, kemur fram í hugann: Ólögmætir eða afar illa sóttir safnaðarfundir, sem þó er boðað til aðeins einu sinni á ári, ótrúleg tregða margra að borga broslega lág gjöld til kirkju sinnar, illa hirtar kirkjulóðir, kirkjugarðar og jafnvel kirkj- urnar sjálfar. Niðurstaðan hlýtur því óhjákvæmilega að verða sú, samkvæmt framansögðu, að safnaðarstarf okkar sé víða mjög lítið, og jafnvel sums staðar í molum. Nokkrar undan- tekningar má að sjálfsögðu nefna, en almennt skoðað mun þetta vera svo, nema hvað kirkjukórastarfsemi margra safnaða snertir. Sú starfsemi safnaðanna hefir blómgazt mjög hin síð- ari ár, svo sem kunnugt er, og gæti glöggt vísað veginn til meira starfs, eins og ég mun víkja að síðar. í nágrannalöndunum er hin ytri starfsemi safnaðanna víða mjög sterk. Fjöldi manna í hverjum söfnuði er starfandi a akrinum, í náinni samvinnu við prestana, sem leiða allt starfið- Vissir flokkar annast viss verkefni, og allt því vel skipulagt- Þannig vinnst mikið starf tiltölulega létt. Allt er unnið af fús' um og einlægum bróðurhug í þágu heilags málefnis, — hinnar kristnu lífshugsjónar. Ég skal aðeins nefna hér veigamikil og þaulskipulögð atriði innan margra safnaðanna, eins og t. d. margs konar æsku- lýðsstarfsemi og líknarstörf. Til þesss að tapa ekki unga fólk'

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað: 6. Tölublað (01.06.1955)
https://timarit.is/issue/309239

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. Tölublað (01.06.1955)

Aðgerðir: