Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 43
KRISTINDÓMSFRÆÐSLAN 281 að takast upp aftur. Fátt er nauðsynlegra heilbrigðu safnaðar- °g kirkjulífi en að samstarf sé sem nánast milli prests og safnaðar. Presturinn þarf að láta sjá sig sem oftast á hverju heimili, hann þarf að vera heimilisvinur og andlegur leiðtogi sóknarbarna sinna, og umfram allt fylgjast með og leiðbeina í kristindómsfræðslu barna og unglinga. Prestarnir og heimilin Þyrftu að taka kristindómsfræðsluna sem mest aftur í sínar hendur, þá mundi henni betur borgið en með því fyrirkomulagi, sem nú er. £>að hlýtur að vera öllum hugsandi mönnum mikið alvörumál °g umhugsunarefni, hve margt af æskufólki nútímans lendir h villigötum. Okkar fámenna þjóð má ekki við því, að ung- dómurinn, sem er framtíð þjóðarinnar, lendi á glapstigum. En hvað mundi fremur geta forðað því en kristin trú? Mun hún ekki vera bjargráðið, bæði hinum unga og hinum full- orðna? Getum við hugsað okkur sannkristinn mann öðruvísi en sem góðan meðlim hvers heimilis, góðan þegn þjóðfélagsins? Mun ekki farsæld þjóðarinnar byggjast á því fyrst og fremst, að grundvallarsjónarmið kristindómsins séu í heiðri höfð? Þá langar mig til að víkja nokkrum orðum að kristniboði U'eðal heiðinna þjóða. Það má vera mikið gleðiefni öllum, sem kristindómi unna, °g trúa því, að hann sé æðsta von mannkynsins, að nú hefir Samband íslenzkra kristniboðsfélaga hafið sjálfstætt íslenzkt hristniboðsstarf í Etíópíu. Það er hverjum einstaklingi og hverri þjóð mikil blessun að starfa fyrir háleitar og göfugar hugsjónir. Það er enginn efi á því, að ef hin íslenzka þjóð vill helga sig líknarstarfi kristniboðsins, þá mun það göfga hug hennar og veita henni margvíslega blessun. íslenzka þjóðin hefir oft sýnt það, að hún er örlát á fé, þegar um líknar- og ruannúðarmál er að ræða. Engin neyð er stærri en neyð heið- ir>gjanna. Vill nú ekki íslenzka þjóðin gjalda þá skuld, sem hún er í, fyrir að hafa notið blessunar kristindómsins í hálfa tiundu öld, og veita hjálp þessum nauðstöddu bræðrum og systrum, minnug orða hans, sem sagði: Það, sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum, það gerið þér mér. Við Islendingar erum svo lánsamir að hafa engan her. Slíkt Gr svo mikil blessun, að við fáum það seint fullþakkað. Aðrar híóðir verja árlega stórfé til vígbúnaðar, og mega svo senda

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.