Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 28

Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 28
266 K3RKJURITIÐ safnaðarakurinn. Þeir hafa aðeins ekki enn verið vaktir til starfa. Ég held því, að það verði ekki erfitt að tendra í hjörtum ís- lenzkra safnaðarmanna almennt þann neista, sem kveikt gæti og kveikja mundi mikinn áhugaeld innan íslenzku þjóðkirkj- unnar. En — paö parf aö tendra neistann. Að sjálfsögðu má hugsa sér ýmsar leiðir til að tendra neist- ann. Hér verður aðeins minnzt á tvær, sem ég tel að reynast mundu giftudrjúgar í því tilliti. Sú fyrri er húsvitjanir, — að þjónandi prestar taki á ný upp skipulagðar húsvitjanir. Allt bendir til, að persónulegar viðræður prests og sóknarbarna á heimilunum mundu hafa varanleg áhrif og vera líklegar til að geta tendrað neistann í hjörtum margra. Hin er sú, að biskup, einn eða í samráði við prestastefnu, ráði tvo áhugasama menn, helzt prest og leikmann, til að ferðast milli allra safnaða landsins og skipuleggja með þeim aukið safnaðarlíf. Að sjálfsögöu yrði það gert í náinni samvinnu við viðkomandi presta og sóknarnefndir. Erindrekar þessir þurfa að vera úrvalsmenn, sem kunna vel til verka á akrinum, og hafa náin kynni af kirkju- og safn- aðarstarfi erlendis. Jafnframt starfi erindrekanna yrðu svo blöðin notuð til frá- sagna, kynningar og hvatningar. Vænti ég fastlega, að á þennan hátt veröi hœgt aö tendra neistann, — að koma á fórnfúsu, lifandi kirkju- og safnaðar- starfi um land allt, til ómetanlegrar blessunar fyrir land og lýð, — fyrir alda og óborna. * Lausn frá prestsskap. Séra Siguröur Norland, I-Iindisvík á Vatnsnesi, hefir fengið' lausn frá 1. júní. Séra Þorsteinn Jóhannesson, prófastur í Vatnsfirði, hefir fengið lausn frá 1. júlí. Séra Þóröur Oddgeirsson, prófastur í Sauðanesi, hefir fengið lausn frá 1. júlí.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.