Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Side 26

Kirkjuritið - 01.06.1955, Side 26
264 KIRKJURITIÐ virðast mjög fúsir til að leggja fram bæði fé og starf. Á hverj- um degi fer fram einhver safnaðarstarfsemi hjá einhverjum flokknum, í húsakynnum safnaðarins, og oft fram á nætur. Og stundum starfa tveir eða fleiri flokkar samtímis. En húsa- kynnin eru góð og aðlaðandi, og m. a. auðvelt að fá sér kaffi- sopa í eldhúsi kirkjunnar, þegar lengi hefir verið unnið og lúi sækir. — Mæður kornungra barna eiga sitt sérstaka herbergi í kirkjunum. Herbergið er einangrað, svo að grátur barnanna heyrist ekki, en mæðurnar sjá allt það, sem fram fer í kirkj- unni, og heyra söng og ræðu í gegnum hátalara, m. ö. o. njóta alls, sem þar gerist. Þannig mætti margt nefna, sem sýnir glöggt safnaðarstarfið þar vestra, — þar sem engu virðist gleymt. En kannske er þetta eitthvert sérstæðasta og skemmtilegasta dæmið. Þetta er kristið samfélag, sagði erindrekinn. Mjög mikil áherzla er lögð á leshringastarfsemi og að sjálf- sögðu hvers konar æskulýðsstörf, til þess að ala æskuna upp til kristilegrar þjónustu. Öll safnaðarstörf, sem krefjast fjár, og þau eru mörg, eru kostuð eingöngu af safnaðarfólkinu sjálfu. Um opinbera styrki til kirkjulegra starfa er ekki að ræða þar sem fríkirkja er starfrækt. — En hvernig fer þá fólkið að halda þessu á floti fjárhagslega, kynni kannske einhver að spyrja. Eftir því sem erindrekinn sagði, gengur það allt vel. Fæstir horfa þar í fjármuni til kirkju sinnar. Sannkristinn maður lít- ur svo á, að Guð hafi gefið honum allt. Það kemur því eins og af sjálfu sér, að hann gefi af fúsum vilja til kirkju sinnar, —• til guðsríkis, eins og erindrekinn orðaði það, venjulega ákveðinn hundraðshluta af árstekjunum. Og greiðsla daglegra þarfa geng- ur jafnvel fyrir því. Svo að segja á hverri blaðsíðu í Nýja testa- mentinu, sagði erindrekinn, höfum við sönnun fyrir því, að við getum engu síður staðið í skilum með daglegar greiðslur okkar. Peningum til kirkjustarfsins er jafnan safnað í kirkjunum við hverja guðsþjónustu, eftir ræðu prestsins, og var það gert í ýmsum kirkjum, þar sem ég hlýddi á messu. Ég þekki ríkiskirkjufólk, sem skoðar þessar f jársafnanir sem betlistarfsemi, og lítur þær því hornauga. En safnaðarfólkinu er þetta bæði ljúf og eðlileg skylda. Það er fórn þess í þágu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.