Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 22
Séra Jón M. Guðjónsson íimmtugur, Séra Jón er fæddur á Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd, 31. maí 1905, sonur Guðjóns útvegsbónda þar og konu hans, Margrétar Jóns- dóttur. Er „M.“ það, sem hann rit- ar í nafni sínu, móðurnafn hans, þ. e. hann vill skrifa sig Margrétar- son ekki síður en Guðjónsson. Séra Jón útskrifaðist úr Mennta- skóla Reykjavíkur 1929 og varð kandidat í guðfræði við Háskóla íslands 1933. Var hann að loknu prófi settur til þess að þjóna Garða- prestakalli á Akranesi og vígður til þess starfs, en sóknarpresturinn þar, séra Þorsteinn Briem, var þá ráðherra. Þessu starfi gegndi séra Jón þá tæpt ár. En þótt vandi væri ungum kandidat að setjast í sæti séra Þorsteins, ávann séra Jón sér þar þær vinsældir, er síðar komu á daginn, þegar hann sótti um þetta prestakall. Árið 1934 var honum veitt Holt undir Eyjafjöllum og gegndi hann því í 12 ár, eða þar til er séra Þorsteinn Briem fékk lausn frá embætti. Þá fékk séra Jón veitingu fyrir Akranesi eftir kosningu safnaðar- ins og hefir starfað þar síðan. Auk prestsstarfanna hefir hann gegnt ýmsum öðrum störf- um, en kunnust eru hin miklu störf hans í þágu slysavarnanna, en þar má hiklaust telja hann í fremstu víglínu. Séra Jón er kvæntur Jónínu Lilju — notar jafnan þetta síðara nafn, Pálsdóttur. Hafa þau eignazt 11 börn, 3 syni og 8 dætur, en misstu hina elztu þeirra. Séra Jón má telja fyrirmyndarmann í sinni stétt um áhuga og mannkosti. Óskar Kirkjuritið honum mikils starfs fram undan, er hann er lagður út á síðari aldarhelming æfinnar. M. J-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.