Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 33

Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 33
TVÖ BRÉF FRÁ MATTHÍASI 271 Fyrra bréfið er skrifað til Eggerts Gunnarssonar, bróður Tryggva Gunnarssonar, hins alkunna athafnamanns, og Gunn- ars prófasts á Svalbarði, sem um getur í bréfinu. Voru þeir synir séra Gunnars Gunnarssonar í Laufási og konu hans, Jó- hönnu Kristjönu Gunnlaugsdóttur sýslumanns Briem á Grund í Eyjafirði, en hún giftist seinna Þorsteini Pálssyni presti á Hálsi, sem andaðist 27. júní 1873. Mun Eggert hafa beðið séra Matthías að yrkja eftirmæli eftir séra Þorstein stjúpföður sinn, °g víkur hann að því. Eggert Gunnarsson var um margra hluta sakir hinn merki- legasti maður, eins og þeir bræður allir, eldheitur hugsjóna- ^iaður og barðist fyrir mörgum framfaramálum.. Hann fylkti sér við hlið Jóns Sigurðssonar í stjórnmálum og ferðaðist fyrir hann víða um land til að koma fótum undir Þjóðvinafélagið °g safnaði til þess fé miklu. Var hann um þessar mundir kos- hin á þing. Um það leyti, sem bréfið er skrifað, var Eggert á stöðugri ferð og flugi norðan lands og hafði fundi víða með mönnum til að ræða um undirbúning þjóðhátíðarinnar. Hélt hann meðal annars fund á Ljósavatni dagana 24. og 25. febrúar og á Akur- eyri 3. marz 1874 til að ræða um hátíðahöldin, og var það Hkjandi skoðun á þessum fundum, að þjóðhátíðina bæri að halda um land allt á þingmaríumessu hinn 2. júlí, sem var hinn forni samkomudagur Alþingis, en ekki 2. ágúst, eins og hallazt var að fyrir sunnan. Hafði biskup gefið út þá tilskipun í sam- ræmi við fyrirmæli kirkjustjórnarinnar dönsku, að prestar tandsins skyldu minnast þúsund ára byggðar landsins sunnu- hagana í ágúst, og drepur Matthías á þetta í bréfunum. En Horðlendingar vildu, að aðalhátíðahöldin færu fram á Þing- völlum áðurnefndan dag, en í héruðunum á hinum fornu þing- stöðum. Til að fá þessu framgengt, voru á Akureyri kosnir í nefnd í einu hljóði: Einar Ásmundsson, Nesi, séra Arnljótur Ólafsson, Bægisá, og Eggert Gunnarsson, en í nefndina var síðar bætt: Jóni alþingismanni á Gautlöndum og séra Birni Halldórssyni í Laufási. Skrifuðu þeir síðan öllum Þjóðvina- félagsmönnum í landinu ítarlegt bréf, er laut að því að hátíðin skyldi fram fara 2. júlí um land allt og að tveir menn eða fleiri úr hverju kjördæmi skyldu koma saman á Þingvöllum Þann dag, til þess að ræða ýms velferðarmál lands og þjóðar,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.