Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 5
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON:
Sumarkveðja til œsku íslands.
Sumarið er gengið í garð. Einn af mestu hátíðisdögum
okkar fslendinga runninn upp, sumardagurinn fyrsti, dag-
Ur, sem kynslóðirnar á undan okkur hafa þráð hver af
annarri og fagnað af öllu hjarta. Vorið komið um loft
og lög og land, birta og ylur. Blær þess líður um vanga.
Og vorboðinn ljúfi er kominn handan yfir hafið. „Dýrðin,
dýrðin“ hljómar um strendur og sumardali. Fannatindar
roðna og glúpna. Snjó og ísa leysir. Helfjötrar vetrarins
hrökkva, og nýr svipur færist yfir, hvert sem litið er.
>>Fuglar syngja. Straumar stíga sporið, meðan jörðin ómar:
Vorið, vorið“. Varpinn grænkar. Trjágreinin verður mjúk
og tekur að skjóta út frjóöngum. Fyrstu vorblómin opna
bikara sína og horfa fagnandi við ljósinu. Náttúran endur-
fæðist, verður ung og fögur eins og hinn fyrsta dag. Við
sjáum undur upprisu hennar við veldi hækkandi sólar,
hfgjafans mikla. Hvarvetna sýna vormerkin og sanna, að
hfið ber hærra hlut. Það er sigur og guðleg náð. Hátíð
bossins bjarta — sumarið — er gengin inn. Heilsum því
öll með djúpri þökk til Guðs, er gaf.
En fegursta, yndislegasta vorið eruð þið, æskan. Ykkur
ei’U gefin dýrlegustu fyrirheit sumarsins. Og ykkur brosir
hfið bjartast úr augum. Ég flyt ykkur nú þessa kveðju
Jesú Krists: „Þér eruð Ijós heimsins“ og bið ykkur hug-
^eiða, hvílík hún er. — Miðað við frásagnir Matteusar-
guðspjalls og Lúkasar, virðist Jesús hafa verið staddur á
grasflöt uppi í fjallshlið, er hann mælti þessi orð. Ef til
vih hefir það verið um vor í fegursta gróandanum við
blómaangan og fuglasöng. Mikill mannfjöldi stendur fyrir
framan hann eða hvílir í grasinu. Næstir lærisveinar