Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 25
AÐ TENDRA NEISTANN 263 inu frá kirkjunni, reka söfnuðurnir hina fjölþættu æskulýðs- starfsemi, sem hér er enn allt of lítið starfrækt. — Kirkjur virðast frábærlega vel hirtar og kirkjugarðarnir ekki síður. Eru garðarnir víðast hvar hinir fegurstu reitir og til sannrar fyrir- niyndar. Allt sýnir þetta lifandi áhuga, sem hér er því miður of sjaldgæfur, þegar um er að ræða störf í þágu hins göfuga málefnis. Islenzki ferðalangurinn, sem aldrei hefir kynnzt ýmsu því, sem hér hefir lauslega verið vikið að, hlýtur að verða hrifinn af þeim hugblæ og þeirri einlægu tjáningu, sem birtist við guðs- þjónustur, og hinu lífræna kirkjustarfi. Og hann hlýtur að sPyrja: Hvernig stendur á því, að íslenzka þjóðkirkjan skuli okki geta komið á hliðstæðri tjáningu í guðsþjónustuhald sitt, °g gert safnaðarstarfsemina yfirleitt miklu lífrænni? Er það vegna þess, að íslendingar séu eitthvað öðru vísi innrættir en annað fólk? Skyldi ekki heldur ástæðan vera okkur sjálfum að kenna? Skyldi ekki ástæðan vera sú, að við erum ekki nógu virkir á ukrinum, — ekki nógu brennandi í andanum? Ég held það. Á eg þá fyrst og fremst við þá, sem eru forvígismenn þessara ^nála, prestana, og ber bein skylda til þess aö vera vákandi og tendra neistann, sem knýr til umhugsunar og starfs, í brjóstum okkar hinna. En ég á líka við okkur hin, sem erum aðeins Venjulegt safnaðarfólk. Við getum áreiðanlega unnið með prest- unum að ýmsum blessunarríkum safnaðarmálum miklu meira en hér hefir tíðkast enn. En það þarf að tendra neistann. Það, sem hér hefir lauslega verið vikið að, er miðað við nágrannalöndin, sem ég fór um. Hvergi mun þó meira og líf- rænna safnaðarstarf en meðal margra lútherskra safnaða í íríkirkjulandinu Ameríku. Eins og ég gat um í upphafi, hlýddi ég á ungan erindreka arnerískan flytja erindi um safnaðarmál þar vestra og sýna kvikmynd frá þeirri starfsemi. Ég er ekki feiminn við að viður- ^enna, að ég dáðist mjög að frásögn hans um hið mikla og fjölþætta starf safnaðanna og hreifst af hinum eldlega áhuga, Sem þar er ríkjandi í þessum efnum. Keppt er að því að fá sem íillra flesta til starfa, — til að sinna einhverju ákveðnu hlut- verki fyrir söfnuðinn. Og það tekst næstum ótrúlega vel. Flestir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.