Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 36
274 KIRKJURITIÐ 1. var auglýsing þjóðvinanna áður út gengin, og 2. var þegar í haust eð leið búið að gegnumganga að lögfesta hátíðarhaldið 2. ágúst. Nú er ófœrt að tvískipta hátíðinni, þar við eyðist hún, enda yrði það frá vissum hliðum bæði skaði og vansæmd fyrir oss, einkum í útlöndum. Útlendir menn búast við að koma hingað, og vonum vér fastlega, að nokkrir þeirra muni ékki koma (ef þeir koma) án þess að styrkja stofnanir vorar og þjóð á minnilegan hátt. Meina eg einkum Englendinga og Norðmenn. En bréf ykkar kom svo seint, að þessu varð ekki kippt í lag. Eg og fleiri fórum að vísu í Halldór Friðrikssson og mæltum með því að hann reyndi það, en að því var ekki komandi. Hér væri ekki nema um eina póstskipsferð að gera, en það væri enginn tími til að auglýsa þetta í útlöndum og fyrir útlenda menn að búa sig. Enda situr biskup náttúrlega fastur við kóngsbréfið, sem aftur var byggt á synódusviðtekt í fyrra (— sem eg reyndar mælti á móti þá af sömu ástæðu og þið gerið það nú). Nú er þá fyrst að skoða vandræðin (skaðann og vanvirðuna) og þar næst aðrar kringumstæður. Þær helztu eru: Okkur veitir varla af tímanum til júlíloka að undirbúa allt, ef í lagi og mynd á að fara. Enn er allt á reiki. Þá verða vegir beztir og eins hestar manna. Tímatöfin er að vísu talsverður póstur, en hvað vinnutapið snertir fyrir 1000 ára fögnuðinn: Ef vér sjáum sól- skinsblett í heiði o. s. frv. — þótt vér þurfum að fara frá orfinu. Næstu 1000 árin jafna töðuhallann! Fjölmenni úr 'fjarlægustu héruðum þurfum vér hvort sem er ekki að búast við. í júlí er líka mikið annríki víða. En samt hefði sú tíð átt að kjósast. En að öðru leyti gerir dagurinn ekkert til, því að 1000 ára dagurinn er alveg einstakur og fyrir ofan alla þing- eða þjóð- daga, sem liðið hafa yfir landið. Samkomulag (skilyrðið fyrir gleði, griðum og guðsanda há- tíðarinnar) fæst aldrei, nema við bítum allir í þetta súra epli> að láta hið öfuga biskups eða kóngsbréf ráða, því að guðs- þjónustan er sjálfsögð fyrst, svo hin þjóðlega gleðin. Hvað stjórnarbótina snertir, væri að minni meiningu réttast gert (sem eg ætla að segja í blaðinu), að þrefa um hana sem minnst, en semja skörulegt ávarp konungi (eða flytja honum), þakka fyrir það í henni, sem er gott, en taka fram hitt með von um lagfæringu, þegar vér höfum sýnt, að vér kunnum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.