Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 47

Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 47
í BREZKUM SKÓLUM 285 tekiö vingjarnlega og boðið inn í all-stóran sal, þar sem nokkrir kennarar voru fyrir. Einn þeirra settist við píanóið, sem þama var inni, og lék á það ómþýtt göngulag. Þá opnuðust saldymar, og bömin gengu hljóðlátlega og skipulega inn eftir hljóðfallinu og settust í sæti sín; fyrst þau elztu og síðan eftir aldri, og síðast gengu litlu fimm ára peðin (því að í Bretlandi er skóla- skylda frá 5 ára aldri) og settust þau á litlar mottur á gólfið framan við stóla okkar kennaranna. Þegar allir vom komnir í sæti sín, var sunginn sálmur, þá var lesin bæn, og báðu börnin hana með luktum augum og spenntum greipum. Síðan las skóla- stjórinn ritningarkafla og sagði börnunum fallega sögu. Þá var aftur lesin bæn og að lokum sunginn sálmur. Síðan gengu börnin hljóðlega út í skipulegum röðum. Eg gleymi því aldrei, hve hátíðleg bömin voru, þegar þau báðust fyrir og sungu. hau vom eins og englar, sem skynja návist Guðs. Og ég er sannfærður um, að skóladagur, sem byrjar með svo fagurri helgistund, hlýtur að blessast vel. Og aðrar skóla-guðsþjónust- or, sem ég hlýddi á, voru með svipuðum blæ og þessi, sem nú var lýst. Ég er sannfærður um, að þær hafa varanleg og bless- unarrík áhrif á bömin. Brezk börn eru yfirleitt frjálsleg og •uannvænleg, og það er eftirtektarvert, hve háttprúð og kurteis þau eru, hvort sem menn hitta þau á heimilum sínum eða í skólum, á götum úti eða í strætisvögnum. Og er ekki eðlilegt að álykta, að þessir eðliskostir barnanna eflist og glæðist vegna áhrifa frá þessum helgu stundum skólanna, þar sem nemend- unum er kennt að hafa Jesú Krist að leiðarljósi í lífi og breytni? Dagur Sigurjónsson. * Stanclniynd af séra Friðriki. Á 87. afmælisdegi séra Friðriks Friðrikssonar, hinn 25. maí siðastliðinn, var afhjúpuð standmynd af honum við Lækjargötu. Myndin er fagurt listaverk eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ara, gefin Reykjavík af vinum séra Friðriks.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.