Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 18
256 KIRKJURITIÐ í Rangárvallasýslu. Kohl lét fjarlægja stúkur þær, sem voru beggja megin í kirkjunni, sem ætlaðar voru embættismönnum hér, kaupmönnum, verzlunarstjórum og skipstjórum. — Svalir voru gerðar beggja megin og fyrir vesturenda. Þær náðu jafn- langt inn eftir kirkjunni og nú, en voru þá miklu mjórri, aðeins ein bekkjaröð. Bekkir voru settir á haustmannaloftið, en áður voru þar engin sæti. Einnig var bekkjum komið fyrir á efsta- loftinu, en það loft var áður notað til geymslu ýmiss konar. Næsta viðgerð, sem nokkuð kvað að, fór fram árið 1903, og stóð Magnús ísleifsson, trésmíðameistari, fyrir þeirri viðgerð. Skal hér drepið á hið helzta. Þá var látið nýtt járnþak á kirkj- una og klætt með blýþynnum umhverfis turninn, því að þar var þá kominn að leki og tekið að fúna. Gluggarnir voru stækk- aðir niður á við, kórdyrnar, sem voru undir austasta glugg- anum norðan megin, voru teknar af, og forkirkja úr timbri byggð, en hún var engin áður. Hefði eflaust farið betur á því, að forkirkjan hefði verið gerð af steini, eins og kirkjan. Að innanverðu var altarið og prédikunarstóllinn gert upp að nýju, látið nýtt gólf í kórinn í stað hins gamla, sem orðið var slitið og fúið, og skýldi fjölda músa, sem þar höfðust við. Hvelfing- unni, sem áður var blámáluð með gylltum stjörnum yfir kórn- um, var nú breytt í það horf, sem hún nú ber. Svalirnar voru færðar fram, breikkaðar um helming, svo að nú eru bekkjaraðir tvær, en áður var aðeins ein bekkjaröð, og söngpallurinn færður fram til muna. Við þessa aðgerð á kirkjunni sást, er gluggum var breytt, hvernig veggir hennar eru gerðir. Veggirnir eru 125 sentimetrar á þykkt eða 2 álnir og tvíhlaðnir. Ytri hleðslan er úr höggnu hrautgrýti, og vönduð steinsmíði, en innri hleðsl- an er hlaðin upp úr óhöggnu grjóti, en milli ytri og innri hleðslu er fyllt upp með grjóti og kalki; síðan kalkhúðað utan og innan. Bogarnir yfir gluggum og dyrum gerðir úr tígul- steini. Tréð í dyraumbúnaðinum er 9><9 þumlungar á breidd og þykkt. Stafnar kirkjunnar eru nokkru þynnri, en eins gerðir og veggirnir. Flestir telja, að smíði kirkjunnar hafi verið lokið 1780 og því staðið yfir í 6 ár, en hvenær farið var að nota þessa kirkju og sú gamla í kirkjugarðinum rifin, er nokkrum vafa undir- orpið. Þó geta eflaust allir orðið sammála um það, að ekki hefir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.