Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 8

Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 8
Frans frá Assisi prédikar fyrir fuglum himinsins (Fioretti þ. e. SMÁBLÓM heitir lítil bók, sem lærisveinar Frans helga frá Assisi tóku saman eftir dauða hans. Eru það margar helgisögur úr lífi þessa einstæða manns og sumra fyrstu lærisveina hans, sem einnig eiga sér fáa líka. Bók þessi er enn í dag talin mest lesin allra bóka af kaþólskum mönnum, að De Imitatione Kristi (Um eftirbreytni við Krist) eftir Thomas a Kempis einni undanskihnni. Hér fer á eftir einn frægasti kapí- tulinn úr Fioretti): Hversu Frans helgi fékk það ráð af liálfu Klöru lielgu og bróður Silvestrusi helga, að honum bæri að prédika til þess að snúa mörgum með orði sínu, og frá því greint, að liann stofn- aði hina þriðju reglu og prédikaði fyrir fuglunum og bauð svöl- unum að þegfa. Ekki var langt liðið frá afturhvarfi Frans helga, hins auð- mjúka Drottins þjóns, þegar liann hafði safnað að sér mörgum fylgjendum og tekið þá í reglu sína. En er hér var komið sögu, varð hann gripinn þungum áhyggjum og var í hinum mesta vanda um, hvað hann ætti að hafast að. Ætti hann eingöngu að helga sig bæn og íhugun, eða ætti hann öðru hvoru að prédika jöfn- um höndum? Girntist hann mjög að vita Guðs vilja í þessu efni. En svo rík var hógværð hans, að honum var fyrirmunað að líta stórum augum á sjálfan sig eða bænir sínar, og kaus hann því að komast að niðurstöðu um mál þetta fyrir tilstuðlun bæna annarra manna. Þess vegna kallaði hann Masseo bróður til sín og mælti til hans á þessa lund: „Far þú á fund Klöru systur og bjóð þú henni í nafni mínu, að hún ásamt sumum af frómustu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.