Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 10
448
KIRKJURITIÐ
valið þig aðeins sakir sjálfs þín, heldur öllu frekar öðrum til
sáluhjálpar.“ Þegar Frans helgi hafði heyrt og numið þetta svar,
reis hann á fætur fylltur eldlegum áhuga og sagði: „Vér skul-
um þá leggja upp í Guðs nafniKvaddi hann bróður Masseo
og bróður Angelo, sem báðir voru heilagir menn, sér til fylgdar.
Svo fast knúði Andinn þá, að þeir fóru af miklum skyndingi
og skeyttu hvorki um veg né stíg. Og er þeir náðu til bæjar, sem
Savurniano heitir, tók Frans helgi til að prédika. Samt bauð hann
fyrst kvakandi svölunum að halda sér hljóðum, unz hann hefði
lokið máli sínu. Og svölurnar hlýddu honum. Og þarna prédik-
aði hann af svo miklum eldmóði, að allir karlar og konur í bæn-
um voru fús til að yfirgefa heimili sín, og girntust að fvlgja
honuin af guðsást og hollustu. En ekki leyfði Frans helgi þeim
það, heldur mælti hann við þau: „Verið ekki of skjótráð, og haldið
ekki á braut héðan. Mun ég nú segja fyrir um, hvað yður ber að
gjöra yður til hjálpræðis." Og á þeirri stundu fékk hann þá hug-
mynd, að stofna sína þriðju reglu öllum til sameiginlegs hjálp-
ræðis. Og eftir að hafa veitt þeim mikla hugsvölun skildist hann
við þá fúsa til betrunar og yfirbóta.
Og hann hélt þaðan og kom til héraðs nokkurs á milli Armano
og Bevagno. Og á hraðri göngu hóf liann upp augu sín og varð
var nokkurra trjáa, sem uxu með veginum og sat í þeim næstum
óteljandi fuglagrúi. Þetta vakti undrun Frans helga, og hann
mælti til fylgdarmanna sinna: „Bíðið mín hér á veginum, en ég
ætla að víkja frá stundarkorn og prédika fyrir systrum mínum,
fuglunum.“ Og þegar hann var kominn út á bersvæði, tók hann
til að prédika fyrir fuglunum, sem sátu í haganum. Flugu þá
allir fuglarnir, sem í trjánum sátu, til hans og sátu grafkyrrir
allir í einum hnapp á meðan Frans helgi lauk ræðu sinni, og
ekki lyftu þeir að henni lokinni vængjum sínum til flugs fvrr
en hann hafði blessað þá. Og samkvæmt því sem þeir bróðir
Masseo og bróðir Jakob frá Massa sögðu síðar, þá gekk Frans
helgi fram og aftur á meðal þeirra og snart þá með kuflfaldi
sínum án þess að nokkur þeirra hreyfði sig.
En höfuðefni prédikunar Frans helga var á þessa leið: „Fuglar,
systur mínar, mikið eigið þér Guði, skapara yðar, að þakka, og