Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 17
KIRKJAN OG SKOLARNIR
455
kennari í kristnum fræðum þyrfti að hafa. Sjálfsagt hefir þótt
að virða þessi sjónarmið kennaranna. Hefir skólastjóri eða skóla-
nefnd þá fengið annan kennara eða prest til þess að kenna þessa
námsgrein.
I framhaldsskólunum annast sérkennarar kennsluna í kristn-
um fræðum. Virðist eðlilegast, að þar sem því verður við komið,
annist prestamir kennsluna í kristnum fræðum, a. m. k. í fram-
haldsskólum og efstu deildum barnaskólanna. Þá er og æskilegt,
að kennarar barnaskóla og hlutaðeigandi sóknarprestur ræði
þessi mál og beri saman ráð sín og reynslu í kennslustörfum.
Eins og mörgum lesendum Kirkjuritsins mun kunnugt, þá eru
kristin fræði ekki kennd í skólum víða erlendis. En þar annast
kirkjan um þá kennslu með sunnudagaskólahaldi eða á annan
hátt.
Ég er þeirrar skoðunar, að eðlilegast sé — vegna staðhátta
o. fl. — að sá háttur verði hér á hafður, sem lög ráðgera, að
kristin fræði verði kennd í skólunum. Þess vegna tel ég sjálf-
sagt, að náið samstarf verði milli skóla og kirkju — þ. e. kennara
og presta — í þessum efnum, því að þessir aðilar hafa allir mjög
þýðingarmiklu hlutverki að gegna í þágu siðgæðisuppeldis þjóð-
arinnar. Takist þetta samstarf vel, mun það auka starfsgleði
kennara og presta og verða þeim, er þess njóta, til heilla og
velfamaðar.
Helgi Elíasson.
Gerum kennslu vora þrungna af hugsjónum, hingað til hefir hún aðeins
verið úttroðin af staðreyndum. — Anatóle France.
* sþ *
Engir hafa lifað betur né göfugar enn þeir menn, sem áttu háar hug-
sjónir. Og enginn hefir átt hærri og göfugri hugsjónir en Jesús frá Nazaret.
Almeron.