Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 23
PISTLAR 461 Hinir hörmulegu atburðir, sem heimsfréttirnar hafa snúizt um undanfarnar vikur, eru hryggileg staðfesting þessara sann- inda. Þeir sýna, að vér eigum enn langt í land að vera sannkristnir í hinum svokallaða kristna heimi. En því síður geta þeir af miklu státað, sem kosið hafa guðleysið. Eg játa hiklaust, að árás Frakka og Englendinga á Egypta er að mínum dómi mikið áfall fyrir kristna kirkju. Slíkar aðfarir ættu ekki að geta átt sér stað, einmitt sakir aldagamalla áhrifa kristninnar í þessum löndum, og margra yfirlýsinga þessara þjóða um fylgi sitt við kristindóminn. Það er líka rík ástæða til að gefa því gaum og minnast þess, að ýmsir enskir kirkjuleiðtogar, með erkibiskupinn í Kantaraborg í broddi fylkingar, hafa fordæmt þessa árás. Talið hana ókristilega, blett á þjóðinni og brot á anda og stefnu bandalags Sameinuðu þjóðanna, sem raunar er runnið af kristnum rótum. Sæmd þessara kirkjuleiðtoga minnkar hvorki né haggast við það, þótt sumir enskir prestar, og jafnvel erkibiskupinn í York, hafi leitazt við að bera í bætifláka fyrir ensku stjórnina. Sprengja, sem varpað er yfir borgir, er alls staðar vítissend- ing, og hún kemur jafn hart niður og veldur sömu kvölum og sorg- inni í Egyptalandi og annars staðar. Hver á rétt til að drepa hvað marga sem verkast vill, þ. á. m. saklaus börn, að vild sinni? Ég tel slíkt óverjandi í kristilegu tilliti. Hinu ber svo að fagna, að fljótlega tókst að taka í taumana og stöðva blóðsúthellingarnar við Miðjarðarhaf. Múgmorðin í Ungverjalandi hafa gengið oss nær hjarta, m. a. sakir þess, að þau hafa orðið miklu langærri og í stærri stíl. Þar er einnig að ræða um frelsisbaráttu þjóðar, sem hefir oft um ald- irnar verið beitt meiri kúgun en flestar aðrar Evrópuþjóðir, en ekkert til sparað til að lifa frjáls. Nú virðist samt vonlaust, að hún fái hrundið af sér okinu á næstunni, og hafa þó Rússar talað margt fagurlega undanfama áratugi um rétt allra þjóða til sjálf- stæðis og frelsis. Að vissu leyti er skiljanlegt, þótt þeim, sem þama eru mest að verki, klígi ekki við fantatökum, því að æðstu valdhafar þeirra hafa að því, er bezt verður vitað, talið sig guðleysingja og stutt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.