Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 24

Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 24
462 KIRK JURITIÐ þess háttar félagsskap í landi sínu. Þetta er raunar sagt hér þeim til afsökunar. Glæpur þeirra er því ekki glæpur gegn stefnu þeirra. Hitt sýna þeir ljóslega, að ekki er guðleysið til mann- bóta. Hér er ekki rúm til að rekja þessi mál frekar. Aðeins undir- strika þetta þrennt. Kristin kirkja fordæmir öll hryðjuverk, alla kúgun, alla nauðung og annað slíkt, hvar sem er í heiminum og af hverjum sem það er framið. En oss leyfist ekki að hata. Þótt vér rísum gegn kúgurum, megum vér ekki gleyma, að þeir eru líka menn, og aldrei megum vér heldur láta heilar þjóðir gjalda fárra einstaklinga þannig, að vér dæmum þær sama dómi og þá. Loks er það frumskylda vor, ekki aðeins á jólunum held- ur alla aðra daga, að vera sjálfir boðendur Ijóss og friðar. Þess er heldur ekki vanþörf í voru eigin landi, að merki kristindómsins sé haldið hátt á lofti. Og jafnvel í hinu smæsta ríki hefir það meiri og minni heimssögulega þýðingu, ef slíkt er gert. Þetta þýðir, að skylda vor er ekki aðeins fólgin í því að lýsa andúð vorri og viðurstyggð á því, sem verst gerist í öllum áttum, held- ur og hinu að sýna mannúð og friðarást í verki, og í garð allra þeirra, sem vér náum bezt til daglega. Annars erum vér liðhlaup- ar undan fána frelsis og bræðralags. Ljós í landi, Ijós í heimi! Með þeirri von, að vér þráum öll að slíkt verði, endurtek ég óskir mínar um gleðileg jól öllum til handa. Sleggjudómar. í sambandi við þau mál, sem vikið hefir verið að, hafa ýmis orð fallið um kirkjuna, og sumir jafnvel varpað að henni hnútum. Henni er fundið það til foráttu að vera ekki nógu skelegg í for- dæmingu sinni á hinu eða þessu stórveldi eða stríðsaðila. Sumir segja eitthvað á þá leið, að prestarnir þvögli stöðugt aðeins ein- hverja vitleysu í stólunum um hitt og þetta uppi í skýjunum, sem ekkert komi lífinu við. Enn segja þeir mest af Ólafi kóngi, sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Náttúrlega gætum vér efalaust

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.