Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 25

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 25
PISTLAR 463 gert betur á flestum sviðum. Hitt er víst, sem ég þegar hefi bent á, að vér prestarnir tölum allir stöðugt gegn ofbeldi og kúgun, stríðsæsingum, féfléttingu, svikum og ólifnaði og öðru þar fram eftir götunum. Það er auðsannanlegur hlutur, að nútímaprédik- anir snúast miklu oftar og meira um ýmis þjóðfélagsleg vanda- mál, og jafnvel samskipti þjóðanna en áður var. Auðskilið, þeg- ar þess er m. a. minnzt, að heimurinn er allur miklu nátengdari en hann var fyrrum, og margföld samskipti manna á milli um víða veröld móts við það, sem tíðkaðist fram á síðustu ár. Tvær heimsstyrjaldir hafa líka sannarlega lagt mönnum mörg prédik- unarefni upp í hendurnar. Aldrei hygg ég, að kristin kirkja liafi skilið það betur né kennt almennar og kröftulegar en nú, að þetta líf og hið eilífa er af einum þræði spunnið, og að enginn getur búið sig betur undir eilífðina en með því að lifa sem guðs- barn í þessu lífi sér og öðrum til blessunar. Frekar að óttast, að sumum mikilvægum trúarkenningum sé gleymt en of hamrað á þeim á stólnum. Væri ekki ráð, að gagnrýnendurnir hefðu þann sið góðra ritdómenda að lesa bókina, áður en þeir dæma hana. Þeir ættu að koma oft í kirkju til þess að geta sagt satt til um kosti og galla prédikananna. Sanngirnismál. A nýafstöðnu þingi B.S.R.B. bar á góma, að enn vantar tals- Vert á, að konur beri alltaf úr býtum sömu laun og karlar fyrir sams konar störf. Þetta er samt sanngirnismál, sem kirkjan mun styðja. Kristnin efldi fyrst þá hugmynd almennt, að konur og karlar skuli njóta jafnréttis, og kirkjunnar menn munu jafnan telja ser skylt að koma þeim til liðs, sem ójöfnuði eða órétti eru beitt- í einhverri mynd. Nauðsyn virðist bera til að hækka laun hjukrunarkvenna og líkra líknarmanna meira en gert hefir verið. Þörf þeirrar þjónustu fer sívaxandi, en æ torveldara að fá fólk til að inna hana af höndum, meðfram sakir þess hvað þetta erf- iði og þessi ábyrgð er illa launuð og oft undarlega vanmetin.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.