Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 26

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 26
464 KIRK JURITIÐ Örlítil áskorun. Kirkjan þarfnast engu síður áróðurstækja en aðrar stefnur og stofnanir. Þótt hún að ýmsu leyti standi vel að vígi, má hún ekki við því, að menn hennar sofni á verðinum, né láti undir höfuð leggjast að bera boðskap hennar sem víðast og ekki sízt til þeirra, sem kannske sjaldan koma í kirkju. Kirkjuritið er nú aðalmál- gagn kirkjunnar, sem prentað er. Það er smátt í sniðum og kemur sjaldan út, og óneitanlega teldi ég heppilegra, að kirkjan gæti haldið út vikublaði. En eins og sakir standa, hefir Kirkju- ritið allmiklu hlutverki að gegna, og væri líka mikil bót í máli, ef unnt væri að stækka það eitthvað og gera það fjölbreyttara. Það er einnig áhugamál þeirra, sem að því standa. En til þess þurfa margir að sýna því góðvilja. Senda því efni í stuttu máli og afla því fleiri kaupenda. Senn hefst nýtt ár. Vilja ekki sem flestir lesendur gefa kirkj- unni þá jóla- og nýársgjöf að fjölga kaupendum Kirkjuritsins? Það kostar þá ekkert en ljær nauðsynlegu málefni lið. LjósburSurinn. Að lokum örstutt jólasaga, gömul helgisögn. í einni krossferðinni til Landsins helga hlaut riddarinn, sem fyrstur varð til að klífa upp á múrinn umhverfis Jesúsalem, þann heiður að tendra kerti sitt við hinn síbrennandi loga á gröf Krists. Þá sté hann á stokk og strengdi þess heit að láta ekki þetta ljós sitt slokkna fyrr en hann kæmist aftur heim til sín á Florens á Ítalíu, og gæti kveikt við það á kerti á altari Guðsmóður. Þetta kostaði hann ótrúlegt erfiði og margs konar hættur. En við það varð hann líka sjálfur nýr og betri maður, mildari, réttlátari, mannúðlegri — þroskaðist til líkingar við Ijósið. Öll höfum vér sem börn tendrað jólakerti, hrifin og fagnandi. Hvernig tekst oss að gæta loga þess í stormum tímans? Gunnar Áhnason.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.