Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 28

Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 28
466 KIRK JURITIÐ Hann ákvað að gerast prestur og lagði fram allt, er hann inátti til þess að ná því marki. Hann lauk um tvítugsaldur stúdents- prófi og kennaraprófi, og kenndi sjálfur jafnframt námi sínu bæði við unglingaskóla í Bolungarvík og barnaskóla í Reykjavík. Embættisprófi í guðfræði við Háskólann lauk hann vorið 1936. Sama ár vígðist hann til prestsþjónustu í Hofsprestakalli í Alftafirði og sat að Djúpavogi. Stórhugur og dugnaður ein- kenndi þegar prestsskap hans. Hann var brennandi í andanum. Prédikari þótti hann góður og fögur altarisþjónusta hans, enda var hann söngmaður ágætur. Hann lét öll framfaramál í presta- kallinu mjög til sín taka, einkum uppeldismál og fræðslumál. Hann stofnaði unglingaskóla að Djúpavogi og var jafnan skóla- stjóri hans. Vinsældir hans urðu brátt miklar, hann laðaði safn- aðarfólk að sér með ljúfmennsku sinni og var einn þeirra manna, sem alltaf eru hrifnir af einhverju fögru og góðu. Kristi- legt æskulýðsstarf átti lijarta hans óskipt, og var hann utan um hríð á árunum 1938—’39 til þess að kynna sér það með öðrum þjóðum. Vorið 1944 var séra Pétri veitt Hvammsprestakall í Dölum. Og í árslokin varð hann prófastur í Dalaprófastsdæmi eftir séra Ásgeir Ásgeirsson og gegndi því embætti til dauðadags. Hefir nú orðið skammt á milli þeirra Dalaprófastanna. Prestsskapur séra Péturs vestra var allur með sömu einkenn- um sem á Austfjörðum, og varð hann einnig mjög vinsæll þar og vel metinn. Hann vann þar einnig að barnafræðslu með sama hætti og var góður æskulýðsleiðtogi bæði á heimili sínu og utan þess, studdi nytjamál og gerðist brjóst fyrir þeim. Var hann mjög áhugasamur og duglegur í hverju því, er hann vildi vinna. Starfssviðið var stórt. Hann hafði áður þjónað ásamt sínu prestakalli Bjamaríiess og Heydalaprestakalli. Nú þjónaði hann lengst af bæði Hvammsprestakalli og Staðarliólsþingum, alls að sex kirkjum. Hann hóf miklar byggingar á staðnum, bæði íbúðarhúss og útihúsa, setti upp girðingar, jók túnrækt og lagði braut heim á staðinn. Vildi liann sýna hinu fornfræga höfuðbóli allan sóma, er liann mátti. Gestum var fagnað af alúð, rausn og höfðingsskap.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.