Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 29

Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 29
SÉKA PÉTUR T. ODDSSON 467 Hann stofnaði innan prófastsdæmisins deild í Hinu íslenzka Biblíufélagi, og skyldu allir vera í henni, ungir og gamlir, var jafnvel stofnað blað í nafni deildarinnar. Enginn skildi betur, hvert lífsskilyrði almenn þátttaka er Biblíufélagi voru. Enn meira kapp lagði hann á að vekja söngmennt og sönglíf í héraðinu. Hann þekkti göfgandi áhrif söngsins og sameiningar- mátt, að hann getur orðið mál Heilags anda, sem hjörtun skilja — vegur frá jörðinni til himins. Hann stofnaði kirkjukóra og æfði þá kostgæfilega og gerðist formaður Kirkjukórasambands Dalaprófastsdæmis. Stjómaði hann samsöngum, er þóttu ágæt- lega takast. Hann nam af miklu kappi í Þýzkalandi í vetur, sem leið, söngstjórn kirkjukóra. Taldi hann sig hafa haft mikið gagn og yndi af þeirri dvöl og hugði gott til þess að láta söfnuði sína njóta. Ekki löngu eftir heimkomuna prédikaði hann við setn- ingu prestastefnunnar um trúargildi söngsins fyrir kristna menn. Þessa hjartnæmu ræðu geymi ég nú í hug, er sól hefir brugð- ið sumri svo skjótt, eins og svanasöng þess, sem ég trúi fast, að horfinn sé til sóllanda fegri og unaðslegri samhljóma en jarð- neskt auga eða eyra fær greint. í prestaköllum séra Péturs bæði eystra og vestra eru fornhelg- ir sögustaðir, sem leggur frá ljóma í kristnisögu íslands: í Álfta- firði syðra tjaldstæði Þangbrands messu og altari, skímarlind Síðu-Halls og kirkjurúst, og í Hvammi Krosshólaborg Unnar djúpúðgu. Þaðan slær leiftrum um liðnar aldir, svo að mistrið sundrast og vér skiljum betur samhengi sögunnar og samtíðar- menn vora. Ég sé geislastaf falla frá þessum stöðum á prests- starf séra Péturs. Hann var einn í fylkingu lærisveina Jesú Krists, kynslóð af kynslóð. Hann leit aldrei aftur, er hann lagði hönd- ina á plóginn til Guðs ríkis starfa, heldur vildi þjóna Drottni af öllu hjarta, öllum huga og öllum mætti. Séra Pétur kvæntist 9. sept. 1941 Unni Guðjónsdóttur frá Tóarseli í Breiðdal, ágætri konu, er studdi hann vel og trúlega í starfi. Kirkjuritið vottar henni þökk og innilega hluttekningu öllum ástvinum hans. ÁsMUNDUR GuÐMUNDSSON.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.