Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 31

Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 31
Fjallræða Jesú Mynd sú, sem hér fylgir, er af Jesú Kristi, er hann flytur Fjall- ræðu sína. Hefir Guðmundur Einarsson myndhöggvari frá Mið- dal gjört af mikilli list. Myndin er einn gluggi í Bessastaðakirkju, úr steindu gleri frá stofnun Williams Morris í London. Eru allir gluggar Bessastaðakirkju nú úr steindu gleri, en þeir eru átta alls, 2,45x1,25 metrar á stærð, hver. Guðmundur hefir einnig gjört þrjá aðra gluggana, og eru myndirnar, sem hér segir: Jón biskup Arason, Guðbrandur biskup Þorláksson, Hallgrím- ur Pétursson. Hinar fjórar gluggamyndirnar eru eftir Finn Jónsson málara. Þær eru: María mær með barnið, landsýn papanna, Þorgeir Ljósvetningagoði á Alþingi, Jón biskup Vídalín. Verkinu var að fullu lokið 5. ágúst síðastl., og eykur það mjög á fegurð kirkjunnar. Eiga listamennirnir báðir miklar þakkir skildar. í ráði er að gjöra seinna fleiri breytingar á Bessastaðakirkju, og hefir forseti íslands, sem nú er, mikinn áhuga á því. Ljósþráin. Mér gengur aldrei úr minni, hversu sárt ég og hinir pólfararnir þráðum solina og dagsbirtuna, þegar við höfðum þraukað af langa einveruna og myrkum heimskautavetrinum tók loks að halla. Er það skeði, sem hér segir frá, var farið að sjá fyrir endann á öðrum vetri okkar í lieimskauts- löndunum. Skíman færðist lengra og lengra upp á loftið. Ljósþrá okkar °x að sama skapi. Svo rann sú ógleymanlega stund upp, þegar gulrauður sólgeisli féll glitrandi á ísauðnina. En sú hrifning og fögnuður! í sama 'etfangi komum við auga á fugl, sem sneri við á fluginu og stefndi nú beint •uot solarljósinu. Þá hrópaði einn félagi okkar upp yfir sig: „Ljá mér vængi þína, svo að ég geti líka þotið mót ljósinu!" — Einar Mikkclsen.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.