Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 33

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 33
FRA HINUM ALMENNA KIRKJUFUNDI 471 og Ijóst, til öryggis og framkvæmda og framfara í kirkjulífi ís- lenzku þjóðarinnar, svo að hvort tveggja standi rótfast og stöðugt: Trú fólksins og kirkja landsins. Um þennan tilgang og stefnu kirkjufundanna, eins og fyrir- hugað var í öndverðu og síðan leitazt við að framkvæma í starfi, ætti mér að vera nokkuð kunnugt sem forgöngumanni ásamt fleirum að því, að þeir urðu til, fyrir rúmum tveim áratugum. Hvernig þetta hefir tekizt, mun ég ekki um dæma. En eftir að ég um tíma, vegna starfa erlendis, hætti afskiptum mínum af þeim, hafði ég ekki ætlað mér að taka beinan þátt í þessum fundum aftur, þótt ég fyrir þrábeiðni margra, sem hér eiga hlut að máli, og frá mismunandi skoðanahálfum, léti tilleiðast að taka á ný við kjöri í framkvæmdanefnd á síðasta almennum kirkjufundi (1953). Hve lengi sem verður. Ahuga fólksins, sem ætti að sækja þessa fundi, má eflaust marka nokkuð af því, hversu þessum kirkjufundi vindur fram. ■ • • • Er þess nú vænzt, að allir sameinist um það að gera fund- inn bæði ánægjulegan og uppbyggilegan. Verið þið öll hjartanlega velkomin hingað. Guð blessi oss störf þessa fundar. Dagskrá kirkjufundains. Laugardagur 20. október. Fundurinn settur af formanni stjómarnefndar ' húsi K.F.U.M. Frainsöguerindi: Hver á aö kosta kirkjubyggingar íslenzku þjóðarinnar? Framsögumaður Gísli Sveinsson. Framsöguerindi: Safnaðar- Marfsemi og sálgæzla. Framsögumaður séra Lárus Halldórsson og dr. med. Ami Arnason. Umræður verða um bæði þessi mál og þeim vísað til nefnda. Sunnudagur 21. október. Sóttar messur í kirkjum Reykjavíkur. Kirkju- fundinum haldið áfram í Fríkirkjunni: 1. Ávarp um vemdun kirkjulegra minja. Séra Jón Guðjónsson. 2. Ávarp frá Biblíufélaginu. 3. Kirkjumála- fréttir fra útlöndum. Flutt 2 erindi (um sjálfvalið efni). Dr. Ásmundur Guð- mundsson biskup og sr. Guðmundur Sveinsson skólastjóri. Mánudagur 22. október. Kirkjufundinum haldið áfram í húsi K.F.U.M. ''iorgunbænir. Málum skilað frá nefndum. Umræður um fundarmál. At- kvæðagreiðsla um fundarmál. Kosið í stjórnarnefnd. Fundarlok. Samkoma fulltrúa að koffidrykkju á sama stað.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.