Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 37
Vísitazía biskups um lúlaprófastsdæmin
Eins og áður er getið i Kirkjuritinu, lagði biskup af stað í
vísitazíu urn Múlaprófastsdæmin 15. júlí.
Hann messaði við hverja kirkju, en hlutaðeigandi sóknar-
prestur þjónaði venjulega fyrir altari, og báðir ræddu nokkuð
um kirkjumál að lokinni guðsþjónustu.
Sóknarpresturinn að Djúpavogi, séra Trausti Pétursson, fylgdi
biskupi ekki aðeins á kirkjur sínar, heldur einnig að Þvottá og
sýndi honum sögustöðvarnar merku frá dögum Þangbrands og
Síðu-Halls, og hvílir helgi yfir þeim. En vísitazían hófst að Hofi í
Alftafirði. Mikill áhugi hefir verið á því í prestakallinu að prýða
kirkjurnar, og hafa þau hjónin Gréta og Jón Björnsson málað
tvær þeirra, Hofs og Djúpavogs. En Ragnar bóndi Guðmunds-
son í Berufirði byggði á sínum tíma kirkjuna þar og gaf alla
vinnu sína. 1 Berunesi er húsfreyjan bæði formaður sóknarnefnd-
ar og meðhjálpari.
Laugardaginn 21. júlí vísiteraði biskup kirkjurnar í Stöðvar-
firði og að Heydölum. En daginn eftir var hátíðaguðsþjónusta
1 Heydalakirkju að viðstöddu fjölmenni, til minningar um ald-
ar afmæli kirkjunnar. Stigu báðir í stólinn, biskup og sókn-
arpresturinn, séra Kristinn Hóseasson, og röktu nokkuð sögu
kirkjunnar. Hún er nú hrörleg orðin, svo að fullkomin nauðsyn
cr endurbyggingar. Var því stofnaður þennan dag kirkjubygg-
mgarsjóður Heydalakirkju, og bárust honum góðar gjafir í sam-
s*ti, sem haldið var að lokinni messu. Mesta gjöfin var 10.000 kr.
h'á Breiðdalshreppi, og afhenti oddvitinn, Páll Guðmundsson
bóndi á Gilsárstekk, hana með ræðu. Ennfremur bárust kirkj-
unni gjafir í orgelkaupasjóð. Mjög mikill áhugi ríkir með söfn-
uðinum á því, að reist verði sem fyrst í Heydölum minningar-
Lirkja séra Einars Sigurðssonar sálmaskálds. Væri vel fallið, að
líkið styddi að framkvæmd þeirrar hugmyndar.
Næstu tvo daga vísiteraði biskup kirkjurnar að Búðum og