Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 38
476
KIRKJURITIÐ
Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Er þar nú kominn nýr prestur,
ungur að aldri, séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson. Njóta
kirkjur hans aðhlynningar og vingjafa kvenfélaga eins og svo
margar aðrar kirkjur, m. a. fermingarkyrtla. Er fagurt að sjá ferm-
ingarbörnum í þessum hvítváðum, og verður fermingin við þetta
áhrifameiri og jafnframt einfaldari og kostnaðarminni.
Síðustu vísitazíurnar að þessu sinni voru 24. og 25. júlí að
Reyðarfirði og Eskifirði í prestakalli prófastsins nýja, séra Þor-
geirs Jónssonar, sem einnig var síðar viðstaddur vísitazíuna í
Neskaupstað. Hafði prófastur undirbúið vísitazíuna í prófasts-
dæminu. Víða mátti sjá í kirkjunum fagrar gjafir frá félögum
eða einstaklingum, þannig gaf ein kona 30 sálmabækur til minn-
ingar um mann sinn. Standa bækurnar á borði frammi við dyr,
svo að kirkjugestir geti tekið þær með sér í sæti.
Grafreitur Eskifjarðar er einn af fegurstu grafreitum hér á
landi, ágætlega girtur og prýddur trjágróðri, svo að fyrirmynd
er að. Þyrfti mjög að hefja handa til lagfæringar á kirkjugörðum
á íslandi, því að þeir eru víða í óhirðu og oss til vansæmdar.
Þegar hér var komið, gjörði biskup hlé á vísitazíunni, vegna
kirkjuvígslu að Lágafelli og í Grímsey og norræna prestafund-
arins 2.-6. ágúst.
En frá Hólahátíðinni 19. ágúst lagði hann aftur af stað til
Austurlands, og var þá röðin komin að Norðfjarðarprestakalli.
Þar er ungur prestur, séra Ingi Jónsson.
Þeir biskup voru í Mjóafjarðarkirkju 21. ágúst. Var þeim
samferða Sigdór kennari Brekkan frá Brekku, sem er enn org-
anleikari við kirkjuna. Hafði hann æft söng með söngflokki safn-
aðarins, og var messusöngur þar mjög góður. En út frá því vildi
víða bregða, að söfnuðurinn hefði fastan organleikara. Er þo
fullur hugur á, að úr verði bætt, enda svo komið, að þeir, sem
stunda nám í Söngskóla þjóðkirkjunnar, geta jafnframt haft at-
vinnu, sem nægir fyrir dvalarkostnaðinum í Reykjavík.
Síðar um daginn vísiteraði biskup Neskirkju, sem þau hafa
nýmálað innan Gréta og Jón Björnsson og er bæði raflýst og
rafhituð. Á turni kirkjunnar er kross, sem lýstur er upp, þegar
skyggir, og Ijómar þá fallega yfir bænum.