Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 40
478 KIRKJURITIÐ sem séra Vigfús Ingvar Sigurðsson hefir þjónað með heiðri og sæmd í 44 ár. Er það nú hæsti embættisaldur þjónandi prests á íslandi. Fyrri daginn voru þeir biskup í Húsavíkurkirkju, sem er einhver minnsta kirkja á íslandi, en fjallafaðmurinn umhverfis mjög stórfenglegur og svipmikill. Kirkjan er snotur, en fátæk að munum. Seinni daginn vísiteraði biskup Bakkagerðiskirkju. Er hún vistleg og á marga ágæta muni, hafa einkum konur gefið. Formaður sóknarnefndar er prestsfrúin. Hinn 30. ágúst vísiteraði biskup báðar kirkjurnar í Valþjófs- staðarprestakalli, Valþjófsstaðar og Áss, er séra Marinó Krist- insson þjónar. Valþjófsstaðarkirkja var afhent söfnuðinum til umsjónar og ábyrgðar í ársbyrjun 1955. Jafnframt var greitt á hana 75.000 kr. álag. Er nú hafinn fyrsti undurbúningur undir byggingu nýrrar kirkju úr steinsteypu og tekið að safna gjafa- dagsverkum. Ásskirkja var einnig afhent söfnuðinum þennan dag, og verður greitt álag á hana samkvæmt ósk hans, 70,000 kr. Henni voru afhentir að gjöf í guðsþjónustunni tveir fagrir silfur- stjakar til minningar um hjónin í Skógargerði, Helga Indriðason og Ólöfu Helgadóttur. Gáfu börn þeirra. Næsta dag vísiteraði biskup Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu. Hún er nú 105 ára gömul og mjög stæðileg enn, enda vel til henn- ar vandað í upphafi. Hátíðarguðsþjónusta fór fram á aldaraf- mæli hennar, og gaf Kvenfélag Tungnahrepps þá kirkjunni skírn- arskál, er Ríkharður Jónsson myndhöggvari skar. Hinn 1. september voru Sleðbrjóts og Hofteigs kirkjur vísi- teraðar. Sleðbrjótskirkja er ung eins og Sleðbrjótssókn. Réðust fjórir bændur í Jökulsárhlíð fyrstir til þess að reisa hana, sökum mikilla örðugleika á Jiví að sækja kirkju yfir Jökulsá til Kirkju- bæjar. Kirkjan er reist úr steinsteypu og söfnuðinum fámenna til sóma. Hofteigskirkja nýtur sérstakrar umhirðu húsfrúnna að Hvanná, Lilju Magnúsdóttur og Kristjönu Guðmundsdóttur, og hefir Kirkjuritið áður skýrt frá fögru starfi Jieirra. Meðal eigna kirkjunnar er Guðbrandsbiblía. Daginn eftir, sem var sunnudagur, vísiteraði biskup kirkjurnar að Eiríksstöðum á Jökuldal og Möðrudal á Fjöllum. Eiríksstaðar- kirkja er safnaðarkirkja, reist í stað Brúarkirkju 1913. Hefir söfn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.