Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 42
Sólardansinn A æskuárum mínum, síðasta tug nítjándu aldar, var sú trú almenn, að á hverjum páskamorgni stigi sólin dans örstutta stund, til að fagna upprisudegi Frelsarans. Til voru menn, er séð höfðu þessi undur og urðu fyrir þeim áhrifum, er aldrei hurfu síðan. Margir báru í brjósti heita ósk um að sjá þessa dýrð og höfðu viðbúnað til þess, en gat ekki tekizt. Það er víst mjög sjaldgjæft, að loft sé svo hreint og tært þennan hátíðismorgun, sem jafnaðarlegast er að vetrarlagi, að sjá megi sjálfa sólar- upprisuna. Þorsteinn Björnsson hét bóndi á Skagaströnd, roskinn maður, er ég man fyrst. Hann var ungur vinnupiltur á Fjalli og gætti fjár um vetur. Laugardagskvöld fyrir páska var honum vant nokkurra kinda. Hann lagðist fyrir litla stund um lágnættið og sofnaði, en reis upp, er nokkuð tók að dvína næturhúmið. Hann gekk út með Fjallsöxl út í Þórhildardal, og svo upp á öxlina. Þaðan er víðsýnt og því líklegt, að liann sæi kindur sínar, væri þær í nánd. Það birti stöðugt, og gullnum bjarma sló upp á loftið, þar sem roðnaði fyrir upprennandi morgunsól. Þorsteinn stað- næmdist á göngu sinni og horfði hugfanginn á hta tilbrigði morg- unroðans. Það bryddi á jaðri sólkringlunnar sjálfrar, og því var hkast, að hún skyti eldslogum og geislaörvum upp á himinhvolf- ið, meðan hún reis úr sjó úti við sjóndeildarhringinn. Um leið og hún sleppti hafsbrúninni, var sem hún titraði og sveiflaðist til og geislastafir hófust og hnigu eins og gullin fléttuð slæða urn höfuð sóldísarinnar. Þorsteinn horfði sem í leiðslu og djúpt snortinn á þessa da- samlegu sýn. Hann fylltist miklum fögnuði, því guðleg náð hafði leyft honum að sjá sólardansinn og vera vitni að heilögu fyrn'- bæri, er sjálf móðir Ijóssins gaf til kynna gleði sína vegna upp- risuhátíðar Frelsarans. Hann laut höfði og þakkaði Guði sínum

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.