Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 45

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 45
LILJUR VALLARINS 483 einmana við og við, en hvernig á nokkur að lifa það af að vera svona gleymd- ur alla ævina. Og njóta einskis félagsskapar nema þá sambýlis við brenni- nettlur. En það verður nú tæpast kallaður hæfilegur félagsskapur fyrir lilju. Og sýnast líka jafn-lítilfjörleg og ég geri,“ sagði liljan við sjálfa sig, „og vera jafn-ómerkileg og smáfuglinn segir að ég sé. Æ-i, hvers vegna fæddist ég ekki annars staðar og í öðrum kjörum, æ, hvers vegna gat ég ekki verið keisarakróna!“ En smáfuglinn hafði sagt henni, að keisarakrónan væri talin fegurst liljanna, enda öfunduð af öllum öðrum liljum. Sér til leiðinda varð liljan þess vör, að angrið fékk mikið á hana, og tók því að telja skynsamlega um fyrir sér. Ekki var hún samt svo skynsöm að hrista af sér áhyggjurnar, heldur sannfærði hún sig um, að áhyggjur sínar væru réttmætar. „Því að,“ eins og hún komst að orði, „ég er ekki að óska rnér neins, sem er óskynsam- legt, eða fara fram á neina fjarstæðu. Ég krefst ekki þess, sem kalla má óframkvæmanlegt, vil ekki verða eitthvað, sem ég ekki er, t. d. fugl. Ég óska þess eins, að verða dýrleg lilja eða jafnvel sú dýrlegasta.“ Meðan á þessu stóð, flaug smáfuglinn fram og aftur, og hver heimsókn hans og viðskilnaður jók á óró liljunnar. Þar kom, að hún sagði fuglinum, allan hug sinn. Síðan bundu þau það fastmælum eitt kvöld, að morguninn eftir skyldi verða hér breyting á, og bundinn endi á áhvggjurnar. Arla næsta morgun kom smáfuglinn. Hann tók til við að losa liljuna með þvi að hö'ggva með nefinu moldarsvörðinn í kringum rætur hennar. Þegar því var lokið, stakk fuglinn liljunni undir væng sér og flaug á braut. Það var sem sagt akveðið, að fuglinn flygi með liljuna þangað sem fögru liljurnar blómstr- uðu. Þegar þangað kæmi, ætlaði fuglinn að vera liljunni hjálplegur við að gróðursetja hana á nýja staðnum. Ætlunin var sú að freista þess, hvort staðarbreytingin og nýja umhverfið gætu ekki því til vegar komið, að lilj- unni tækist að verða fögur lilja í samfélagi annarra slíkra. Eða jafnvel keis- arakróna, öfunduð af öllurn hinum. Æ-i, vesalings liljan visnaði á leiðinni. Hefði þessi áhyggjufulla lilja látið sér nægja að vera lilja, þá hefði hún aldrei orðið áhyggjufull. Og hefði hún ekki orðið áhyggjufull, þá hefði hún staðið þar sem hún stóð, — já, stóð í allri dýrð sinni. Og hefði hún staðið kyrr, hefði hún einmitt verið liljan, sem presturinn talaði unr á sunnudag- mn var, þegar hann endurtók orð guðspjallsins: „Gefið gaum að liljum vallarins ... ég segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn sem ein þeirra.“ Þannig fór þá fyrir áhyggjufullu liljunni, sem munaði svo í að vera fögur ^lja, eða jafnvel keisarakróna. Liljan táknar manninn. Slæmi smáfuglinn ®r eirðarlaus lrugsun hins sífellda samanburðar. Hún reikar óstöðug og duttlungafull sitt á hvað og viðar að sér óhollri fræðshi urn margs konar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.