Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 50

Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 50
488 KIRKJUBITIÐ Beztu predikarar skrifa venjulega ræður sínar orði til orðs,. en líta sem minnst á handritið meðan þeir flytja predikunina. Ef tími vinnst ekki til ýtarlegrar hreinritunar, er gott. að hafa með sér nokkrar spurningar, „punkta“ úr viðfangsefni dagsins. Taltækni er predikara ákaflega nauðsynleg. Rétt raddbeiting,. ákveðinn framburður, mátulegur hraði, eðlilegar áherzlur, allt þetta verður predikarinn að þjálfa með einbeitni og natni ekki síður en leikarinn. En aðalatriði raddbeitingarinnar er líf og til- finning, predikarinn verður að vera heill, allur í ræðu sinni, hvert orð yljað af hans eigin hjartablóði, þá fyrst er ræðan sönn, heil- steyptur boðskapur Drottins. Tómahljóð í predikun, útfararræðu eða nokkru, sem prestur á að segja, er dauðadómur yfir árangri af starfi hans. Predikar- inn verður að gefa sér tíma til að rita ræðu sína, hugsa hana, læra hana, en um fram allt að lifa hana, innlífun efnis og anda ræð- unnar er aðalatriði og getur komið í staðinn fyrir allt liitt. Þess vegna veitist nokkrum sú náð að flytja sínar beztu ræður óskrif- aðar og að því er virðist óundirbúnir, en þeir hafa óbeinlínis varið öllu lífi sínu til undirbúnings slíkri predikun. En bezti undirbúningurinn er bæn, bæn, sem birtist sem áköf leit að sannleikanum og réttlætinu, sem síðan sé borið fram 1 fegurð og kærleika. Predikari þarf öllu fremur að vera biðjandi sál. Biðjið við undir- búning ræðu, biðjið við upphaf hennar, biðjið við endi hennar og flytjið ræðuna í bænarhug, út frá því sambandi við Guðs andann heilaga, sem bænarástand eitt getur veitt. Biðjið um hin réttu rök, sem verki bæði á vitsmuni, tilfinningu og vilja áheyrenda. Biðjið um opna hugi og heit hjörtu sóknarbarna. Biðjið um þann kraft andans, sem sáir orði Guðs í sálir þeirra og gefur því vaxandi mátt við vorsól hins eilífa. Gangið svo að störfum, þrátt fyrir allar hindranir og efasemdir, tómlæti og kæruleysi, sem á vegum predikarans verður, í þeirri trú, að það er Guð, sem ávöxtinn gefur, ef verkamanninn skortir ekki heil- indi, trúmennsku og dug, ef hann notar hverja stund í nafni Jesu Krists til uppbyggingar ríki hans. Árelíus Níelsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.