Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 52
490 KIRK JURITIÐ
Taflan er 1,35 mtr. á hæð, en 1,57 á breidd. Eg hefi borið á hana línolíu,
svo að hún er ljósbrún á ht.
Hún er með tveimur vængjum, sem má færa fram og aftur, stendur
á jivkkri fjöl.
Efst yfir miðtöflunni er mynd af dúfu Andans, er svífur niður.
Miðtaflan er heil fjöl, og skomar á margar myndir:
Efst sést Guð Faðir sitjandi á skýjum. Kóróna er á höfði honum, og liann
lyftir hægri hendi til þess að blessa.
A bak við sést hin himneska Jerúsalem, turnar hennar og múrar.
Þar fyrir neðan er Kristur á krossinum, en neðst við krossinn höfuðkúpa
og bein, lögð í kross, táknmynd hins gamla Adams.
Báðum megin krossins koma englar fljúgandi með svitadúk til þess að
þerra enni hans og með kaleik til þess að safna í blóði hans.
Ræningjarnir krossfestu eru skomir út, sinn hvorum megin við krossinn.
Við krossinn standa þau María mey og Jóhannes postuli. Og fyrir framan
þau María Magdalena og Salóme.
Til vinstri ediks ker og rómverskur hermaður með Njarðarvött á reyr.
Auk þess sjást tvær kindur á beit og Gyðingur, er steytir linefa að kross-
inum.
Til hægri em skornir út tveir rómverskir hermenn, annar með kylfu,
hinn með spjót.
Fremst standa þeir Nikódemus, Jósef frá Arimaþeu og æðsti presturinn.
.... Enn sjást til vinstri tveir rómverskir hermenn, sem varpa teningum,
og til hægri rómverskur foringi á hestbaki.
Breið umgjörð er umhverfis og útskorin í homum hennar: Maðurinn,
ljónið, uxinn og öminn, táknmyndir Matteusar, Markúsar, Lúkasar og
Jóhannesar.......
Ennfremur eru skomar í þessa umgjörð 20 kristilegar táknmyndir: Að
■ofan: 1) Lambið með sigurfánann. 2) Upphafsstafir í nafni Jesú. 3) Upphafs-
stafir í Kristsnafninu. 4) Altarisbrauð á diski. 5) Altariskaleikur. Til vinstn:
1) Pentagram. 2) Harpan himneska. 3) Pelikan, sem reytir dún af bringu
sér (táknar föðurkærleik Guðs). 4) Sjöarma ljósastika. 5) Alfa og Omega
(fyrsti og síðasti stafurinn í gríska stafrófinu). Til hægri: 1) Lyklar himnarikis.
2) Kirkjuklukka. 3) Fuglinn Fönix á hreiðri sinu í björtu báli (tákn upp-
risunnar). 4) Brennandi olíulampi (árvekni). 5) Trú, von og kærleikur. Að
neðan: 1) Hveitiax og vínþrúngnagrein. 2) Kóróna Iífsins. 3) Eiromiurinn.
4) Heilagur kross. 5) Alsjáandi auga Guðs. Á vinstri væng er barndoms-
saga Jesú: 1) Fæðing Jesú. 2) Flóttinn til Egyptalands. 3) Jesús 12 ara.
Á hægri væng manndómssaga Jesú: 1) Skírn Jesú. 2) Brúðkaupið í Kana.