Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 55

Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 55
ERLENDAR FRETTIR 493 sem nöfnum tjáir að nefna. Skólatími þeirra er 14 ár. Auk alls konar lær- dónisgreina eru þeir vandir við jámharðan aga og stálkalda sjálfsafneitun. íótt þeim sé eignuð sú meginregla, að tilgangurinn helgi meðalið, og þeir hafi víða náð furðumiklu valdi, ekki sízt í stjómmálum, og oft verið bann- felldir fyrir margar sakir, verður hinu ekki neitað, að þeir eiga margt sér til ágætis. Og enn í dag eru þeir máttarstólpi rómversku kirkjunnar. I þeirra hópi em enn í dag margir lærðustu guðfræðingamir, ágætustu rithöfund- amir, snjöllustu visindamennimir, frægustu lærifeðumir, slyngustu stjóm- málamennirnir, og sumir hinna dýrðlegustu manna að lifnaði. 27 þeirra hafa verið teknir í lielgra manna tölu, þ. á. m. Francois-Xavier, trúboði Indverja. Auk þeirra em 137 taldir meðal „hinna sælu,“ þ. e. í hópi lægri dýrðlinga. — Núverandi yfirmaður reglunnar eða „ svarti páfinn,“ eins og stundum er að orði kveðið, er Belgíumaður, Janssen að nafni. Ekkert ber hann nein ytri merki tignar sinnar né valds, en margir þræðir liggja í hendi hans og mörg verkefni em honum falin til úrlausnar. Óhætt er að fullyrða, að regla hans setur mikinn svip á kristnina og ræður eigi litlu um heims- málin. — Kunnasti Jésúiti af íslenzku bergi brotinn var „Nonni,“rithöfund- Rrinn. Hann bar félagsskap sínum fagurt vitni. Fulltrúum frá Rússnesku orþodoxu kirkjunni hefir verið boðið til Danmerkur. En óvíst er enn, hvenær þeir koma. Hafa biskupar Dan- merkur skipað nefnd til þess að undirbúa viðtölcurnar. I henni em H. Fuglsang-Damgaard yfirbiskup og biskupamir Erik Jensen og Halfdan Högsbro. Enskir kirkjuleiðtogar með erkibiskupinn af York í fararbroddi fóm i siunar kynnisferð til Rússlands í boði kirkjunnar þar. Rússneskir guðfræð- ingar sóttu hins vegar Rínarlönd heim. M. a. færðu þeir guðfræðiskólanum 1 Wuppertal að gjöf rússneskt eintak af Biblíunni í nýrri útgáfu. A-------------------------------+ 8 i -------------j Tnnlendor fréttir j----------------------------- +—>»—«—■»—•»—■■—«—■■—■•—•»—■■—■■—■•!• Séra Eggert ólafsson á Kvennabrekku hefir verið settur prófastur í Dalaprófastsdæmi frá 1. þ. m. að telja. Séra Bragi Friðriksson er nú aftur horfinn hingað heim frá Vestur- heimi. En þar var hann prestur á 3. ár og síðast ritstjóri Sameiningarinnar

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.