Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 57

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 57
INNLENDAB FRÉTTIR 495 Ijóð undir stjóm formanns sóknamefndar, Helga Þorlákssonar kennara. Söfnuðurinn gefur einnig út vandað jólablað. Blaðið Geisli kemur út sem áður, prýðilegt að efni og frágangi. Rit- stjóri þess er prófasturinn í Bíldudaf, séra Jón íðfeld. Kirkjukórasamband Rangárvallaprófastsdæmis hélt fjölsótt söngmót að Gunnarshólma í Landeyjum 18. f. m. Þátttakendur 8 kirkjukórar, senr i em um 140 manns. Ræður fluttu héraðsprófastur og prestshjónin í Holti. Jakob Trvggvason organleikari á Akureyri hafði æft kórinn áður um finun vikna tíma. Nýtt orgel í Laugameskirkju. Laugameskirkja hefir eignazt ágætt °rgel, og var það tekið til notkunar fyrsta sinni við guðsþjónustu sunnu- daginn 11. nóvember. Kirkjukór Djúpavogskirkju var stofnaður 29. október, með 15 fé- hjgum. Stjórn hans skipa: Kristín Engilbertsdóttir, form., Jón Ákason ritari °g Rósa Eiríksdóttir féhirðir. Oganleikari er Jón Akason. Kjartan Jóhann- esson organleikari stofnaði kórinn og kenndi honum nokkurt skeið. Söngskemmtun á Stöðvarfirði. Kjartan Jóhannesson hélt söngnám- skeið á Stöðvarfirði í nóvembermánuði siðastl. á vegum Kirkjukórasam- bands íslands. Hann æfði bæði kirkjukór þar og skólaböm. En Guttormur borsteinsson organleikari stofnaði kórinn í upphafi og hefir æft hann ámm saman af miklum áhuga og dugnaði. Kirkjukórinn og skólabömin sungu á söngskemmtun á Stöðvarfirði 13. nóvember. Héraðsfundur Kjalamesprófastsdæmis var haldinn í Hafnar- fjarðarkirkju fimmtudaginn 18. október s. 1. Héraðsprófasturinn, séra Garðar Þorsteinsson, setti fundinn og stjórnaði lionum. Allir prestar og safnaðarfulltrúar prófastsdæmisins sátu fundinn, nema Vestmannaeyjaprestar. Prófastur og fundarmenn fögnuðu sérstak- Lga safnaðarfulltrúanum frá Vestmannaeyjum, er sat héraðsfund prófast- dæmisins fyrsta sinni, en Vestmannaeyjar tilheyra nú Kjalamesprófasts- dæmi. I yfirlitsskýrslu sinni taldi prófastur það markverðast, frá því héraðs- fundur var síðast haldinn, að sr. Jóhann Hlíðar var skipaður sóknarprestur 1 Vestmannaeyjum 1. júní s. 1. að undangenginni lögmætri kosningu, en síðasta alþingi samþykkti lög um tvo presta í Vestmannaeyjum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.