Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 9
HJAHTA yðar skelfist ekki 247 við biðjum góðan Guð að blessa ísland og íslendinga, við biðj- um þess, að andlegur þroski þjóðarinnar megi ávallt haldast í hendur við hina tæknilegu þróun, að hér megi ávallt verða gró- andi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkis braut. Þú, íslenzka þjóð, þú, íslenzki maður og kona, hvar sem þið dveljið. Minnstu bræðra þinna hinum megin við hafið. En um- fram allt minnstu þess, að þú ert sjálfur á leið yfir hafið, en þó að stormamir geysi og Ijósin slokkni, er ekkert að óttast. Ef þú ert með Guði, mun hann ekki frá þeir víkja. Trúið á Guð. Biskupsvígslan á ‘Uólum 1910 (Xir bréfi) Einn er sá dagur, sem mér verður minnisstæður meðan ég lifi, það er 10. júlí 1910, þegar séra Geir Sæmundsson var vígður á Hólum í Hjaltadal. Nágrannakona mín, Margrét Gísladóttir, sem var síðari kona Einars Andréssonar í Bólu, bjó þá í Gautsdal, með síðari manni sínum, Guðmundi Bjömssyni, bauð mér ágætan hest, svo ég gæti komizt til Hóla og verð ég henni alltaf þakklát fyrir það, það er sú skemmti- legasta ferð, sem ég hefi farið. Við hjónin fórum daginn áður norður að Hofsstöðum og gistum þar með fleira fólki og áttum þar ágæta nótt, það heimili stóð öllum vegfarendum opið. Prestastefnan var á Ilólum 8. og 9. júlí, sátu hana 25 prestar og biskup. Fjöldi gesta komu til Hóla daginn fyrir biskupsvígzluna, t. d. margt fólk héðan og þaðan, til að æfa söng. í þeim kór var valið söngfólk víðsvegar að af landinu, bæði karlar og konur. Séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld spilaði, frú Sigríður kona hans söng þar, frú Valgerður Lámsdóttir, kona séra Þorsteins Briems, og Lára dóttir séra Bjama. Ennfremur séra Ólafur 1 Hraungerði, bróðir séra Geirs, Ámi Eiríksson á Reykjum í Tungusveit °g böm hans. Brynjólfur í Þverárdal og fl. Allt var þetta afburða söng- fólk, enda get ég ekki haft annað orð yfir sönginn en það, að hann var guðdómlegur, ég hefi aldrei heyrt slíkan söng og aldrei orðið eins hrifin af söng, og það sama heyrði ég fleiri segja. Mannfjöldi var þarna mikill °g margt af fólki, sem ég hafði aldrei átt kost á að sjá, ef ég hefði ekki

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.