Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 11
Kirkjuþingið. Kirkjuþingi fyrir hina íslenzku þjóðkirkju hefir verið komið á fót. Frumvarp það, sem er í samræmi við yfirlýstan vilja prestastéttarinnar, hefir verið gert að lögum. Um þetta hefir verið undarlega hljótt í blöðum. Hér er ekki aðeins lokið kirkju- legri baráttu, sem segja má að hafi staðið í hálfa öld, heldur er þetta einhver merkasti áfanginn í kirkjusögu íslands, spor, sem enginn sér nú til hve mikils leiðir, en sennilega brýtur blað í kristnisögu vorri. Kirkjuþingið á að koma saman í októbermánuði annað hvert ár í Reykjavík. Kirkjuþingsmenn eru 15, kosnir til sex ára í senn. Ennfremur kirkjumálaráðherra og biskup. Ekki skal þingið eiga lengri setu en tvær vikur. Kostnaður við það greiðist úr ríkis- sjóði. Höfuðgrein laganna hljóðar svo: „Kirkjuþing hefir ráðgjaf- aratkvæði og tillögurétt um öll þau mál, er kirkju, klerkastétt °g söfnuði landsins varða og heyra undir verksvið löggjafar- valdsins eða sæta forsetaúrskurði. Það hefir og rétt til þess að gera samþykktir um innri málefni kirkjunnar, guðsþjónustu, helgisiði, fermingar, veitingu sakramenta og önnur slík. Þær samþykktir eru þó ekki bindandi, fyrr en þær hafa hlotið samþykki kirkjuráðs, prestastefnu og biskups.“ Með þessu er tvennt viðurkennt, sem er megin yfirlýsing vor kirkjunnar manna um samband ríkis og kirkju: það, að kirkjan er sjálfstæður og ákveðinn félagsskapur, sem stendur 1 sjálfviljugu og frjálsu sambandi við ríkið, og í öðru lagi, að kirkjan á samkvæmt eðli sínu og afstöðu að hafa fullt sjálffor- ræði í sérmálum sínum, þ. e. „innri málefnum“ eins og kveðið

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.