Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 12
250 KIRKJU'RITIÐ er að orði í greininni. Þótt þetta hafi lengst af verið svo í fram- kvæmdinni á síðustu áratugum, er mjög mikilsvert, að það hefir þannig verið lögfest. Hins verður ekki dulizt, að til eru atriði, sem enn eru ekki með fyllilega eðlilegum né æskileg- um hætti í sambandi og samskiptum ríkis og kirkju. Sérstak- lega er það ófært að mínum dómi, að kirkjumálaráðherrann, sem óneitanlega hefir mikið vald í málefnum kirkjunnar, þrátt fyrir þessa löggjöf, og á setu á kirkjuþinginu þarf hvorki að vera meðlimur þjóðkirkjunnar né einu sinni kristinn. En að þessu sinni skal ekki frekar minnzt á agnúana, heldur eingöngu þökkuð hin mikla réttarbót. Nú er aðeins óséð, hve vel vér kunnum að nota oss þá mögu- leika, er kirkjuþingslögin m. a. veita til aukinnar þátttöku leik- manna í starfi kirkjunnar og til margs konar umbóta og aukn- ingar innan starfssviðs hennar. Nú er nokkur kuldi og kyrk- ingur á þeim akri. En vonandi rætast fegurstu vonir um ávexti þessa sigurs. Kristin kirkja. Kirkjuhugtakið er næsta óljóst fyrir mörgum, enda stundum ef til vill ekki nægilega skýrt við uppfræðsluna. Sennilega gerir allur almenningur sér samt ljóst, að kirkjan er ákveðinn félags- skapur, sem menn ganga í og geta líka farið úr, eftir vild sinni. Skírnin er inntökuathöfn kirkjunnar. En fermingin staðfesting þeirrar inntöku, þegar um ungbarnaskírn er almennt að ræða. Úrsögnin er aftur á móti hvorki bundin við stað né stund. Hún getur alltaf átt sér stað, þegar mönnum þóknast. Vandasamara mun teljast að gera glögga grein fyrir því í stuttu máli, hvað kristin kirkja er, ef spurt er um markmið henn- ar og boðskap. _ Menn hafa að vísu heyrt talað um játningar kirkjunnar ahnennt, og vorrar lúthersku evangelisku kirkju sér- staklega. En það orð hefir ekki góðan hljóm í eyrum manna. Flestum mun kunnugt, að snemma á þessari öld stóð mikil deila hérlendis um þessar játningar, og sumir oddvitar kirkj- unnar héldu því fram, að vér værum ekki bundnir af neinum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.