Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 22
Vertu viðbúinn 'Uundrað ára minning Baden-'powell, lávarðar Einn af merkustu mönnurn þessarar aldar er án efa Sir Bad- en-Powell, lávarður, stofnandi skátahreyfingarinnar. Hann naut þeirrar sjaldgæfu gleði brautryðjandans að sjá æskulýðshreyf- ingu þá, er hann stofnaði, fara sigurför um löndin og verða ungu fólki til mikillar blessunar. í byrjun þessa árs voru 100 ár liðin frá fæðingu þessa merka manns, og var þess minnzt með hátíðahöldum skáta um allan heim. Baden-Powell var fæddur í Lundúnum 22. febrúar 1857. Faðir hans var séra H. G. Baden-Powell, er var prófessor við Oxford háskóla og frægur náttúrufræðingur, en móðir hans var dóttir þekkts sjóliðsforingja, er einnig var kunnur náttúrufræð- ingur. Baden-Powell missti föður sinn ungur, en 12 ára gamall fékk hann námsstyrk og stundaði nám við Charterhouse skólann, fyrst í London og síðan í Godalming í nágrenni borgarinnar. Sóttist honum námið vel og vann hylli kennara sinna og félaga í skólanum, enda var hann bæði fjölhæfur og félagslyndur. Tók hann virkan þátt í íþrótta og félagslífi skólans, en gaf sig auk þess mjög að útilífi, og fór oft langar gönguferðir um ná- grennið og veitti þá mörgu athygli, sem óvenjulegt var um nemendur á hans aldri. í sumarleyfum fór hann oft í siglingar með bræðrum sínum, meðfram ströndum Englands og lenti þá í ýmsum ævintýrum, enda virtist ævintýraþráin honum í blóð borin. Námi sínu í Charterhouse skólanum lauk hann 19 ára gam- all, og gekk þá í brezka herinn og var fyrst sendur til Ind- lands. Næstu 20 árin var hann í her Breta og starfaði í hinum

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.