Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 33

Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 33
ÆFI JESÚ 271 útreikningur væri réttur. Þessi sjaldgæfi stjamfræðilegi viðburður vakti athygli manna um heim alan, og tóku þeir að íhuga, vað hann myndi boða. Rómverjar skýrðu hann svo, að guðir himinsins staðfestu það sjálfir að Agústus væri friðarkonungurinn, sendur af himni, og myndi stjórn hans verða upphaf gullaldar á jörðu. Og á þessu ári fagnaði Róm í raun og vem sigri Tíberíusar yfir Germönum á norðurlandamærum ríkisins. — I riki Parta aftur á móti skýrðu menn þessa stjamstöðu á allt annan veg, en þar hötuðu menn og óttuðust vald Rómar, er pólitísku frelsi og sjálfstæði lands þeirra stóð ógn af. Þar sögðu stjarnfræðingarnir, að úr því að Saturnus merkti Gyðingaland í stjarnfræðinni, þá hlyti að eiga að skýra táknið svo, að austurlenzkur friðarhöfðingi myndi fæðast í því landi. Væntu menn þess, að hann myndi brjóta veldi Rómar á bak aftur og boða gullöld öllum heimi við frið og pólitískt frelsi allra þjóða. Löngu áður höfðu menn þess vegna sent heillaóskanefnd til Gyðingalands, en þar ríkti sífeldur uppreisnarhugur allt frá því er Pompejus lagði landið undir Róm árið 63. — Auðvitað þekkti Heródes mikJi þessa stjarnstöðu og óttaðist það, er hún boðaði. Og um þær mundir lét hann drepa að minnsta kosti 300 manns, böm og fullorðna, þar á meðal 2 syni sína og Maríamme, af því að konungsblóð Makkabea rann þeim í æðum. Þetta er sannleikurinn sögulegi að baki bamamorðinu í Betlehem og frásögninni urn vitringana frá Austurlöndum. Tímatal Jóhannesarguðspjalls og tímatal heimsins bendir hvort tveggja a það, að dánarár Jesú sé árið 32. Jóhannes skírari kom fram, eftir samstofna guðspjöllunum að dæma, á 15. ríkisstjórnarári Tíberíusar, þ. e. 1-/1.—31./12. árið 28. Musterishreinsunin átti sér stað árið 29. Þá höfðu menn unnið að byggingu musteris Heródesar í 46 ár, að því er segir 1 Jóh. 2,20. Af öðrum heimildum vita menn það, að musterissmíðin var hafin árið 736 frá byggingu Rómaborgar. Það bendir á árið 782 eftir romversku tímatali, sem verður sama sem árið 29, er menn draga 753 frá 782. Með því er sannað, að Jóhannesarguðspjall setur musterishreinsun- lna á sögulega réttan stað. Málsóknin gegn Jesú styður þetta óbeinlín- ls> því að þá muna menn ekki lengur nákvæmlega, hvað Jesús sagði þá. Hefði musterishreinsunin átt sér stað fáum dögum áður, þá hefði mátt leiða fjölda vitna að henni. Eftir musterishreinsunina er Jesús um skeið Woð lærisveinum sínum við Jórdan, þar skíra þeir, en liann ekki. Seint a armu 29 tekur Jesús sig upp frá Jórdan og heldur um Samaríu norður a bóginn. Þá á hann samræður við samversku konuna. Næstu 10 mán- uðina heldur Jesús kyrru fyrir, og vita menn ekki, hvort hann var í Jer- usalem á páskunum 30. Stauffer hyggur, að bæði Jesús og lærisveinar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.