Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 45

Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 45
ERLENDAR FRETTIR 283 Vár kirke heitir norskt blað um kirkju og kristindóm, sem gefið er út í Osló. Kemur vikulega út, átta síður í talsvert stóru broti. Verð 11,50 kr. norskar árgangurinn. Blaðið er mjög læsilegt og flytur margar stuttar grein- ar, bæði fræðandi og til umhugsunar. Einnig allmargar kirkjulegar fréttir. Það er laust við að vera dómhart eða þröngsýnt. Má ætla, að ýmsum ís- lenzkum prestum þætti fengur í að kaupa það, enda verðið mjög lágt, eins °g getið hefir verið. Coty, Frakklandsforseti, hefir nýlega gengið á páfafund og átt við hann langar og ýtarlegar viðræður. Hefir þetta vakið heimsathygli sagir þess, að slíkt hefir ekki átt sér stað fyrr urn Frakklandsforseta, og raunar ekki heldur um Frakklandskeisara síðan á dögum Karla-Magnúsar, ef frá er skilið það, er Napoleon krýndi sjálfan sig í viðurvist páfa. Hins vegar hefir (lengi verið strítt á milli rikis og kirkju í Frakklandi frá því í stjómar- byltingunni miklu, en kirkjan samt jafnan fremur unnið á. Og ekki bendir þetta til, að hraksp ár Voltaires um algjört hrun kirkjunnar rætizt á næst- unni. Fáfinn, dr. Albert Schweitzer, margir aðrir kirkjuleiðtogar, og fjölda margir vísindamenn um heim allan, hafa skorað á valdamenn stór- veldanna að hætta tilraunum með vetnissprengju, sem stofni framtíð mannkynsins í beinan voða, beiting þeirra andstæð öllum æðri siðgæðis- hugmyndum og mannsæmandi hugsunarhætti. Westergárd-Nielsen, prófessor í Árósum, hefir varið doktorsritgerð við Hafnarháskóla. Fjallar hún um fyxstu íslenzl u þýðinguna á Síraks- hók og Orðskviðunum. Leikrit trúarlegs efnis tíðkast mjög víða á síðari árum. Þetta er arf- ur frá kaþólsku kirkjunni, sem á sér enn eldri rætur, m. a. í grískum helgi- siðum. Oft ræðir hér um einþáttunga, og iðulega er efnið sótt í píslarsög- una, en einnig margar aðrar frásögur Ritningarinnar. Leikir þessir fara fram 1 kirkjunum, oft í sambandi við hátíðir, og leikendur eru venjulega ein- göngu áhugamenn. Bibliufelögin létu prenta 25 milljón Biblíur árið sem leið. Hefir Biblían nú verið þýdd á meir en 1100 tungumá'l. Samt eru fjölmargar mdljónir, sem aldrei hafa séð Biblíu og talið, að einn séu til meir en 1000 mállýzkur, sem Ritningin hefir ekki verið þýdd á.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.