Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 47

Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 47
INNLENDAR FRETTIR 285 Sera Rögnvaldur Jónsson í Súðavík er nýkominn úr námsferð frá Vesturheimi. Séra Sigurður Norland í Hindisvík hefir þýtt kvæðið um Ólaf Liljurós á ensku og flutt í bandaríska útvarpið í Keflavík. Hefir þess ver- ið minnst lofsamlega í blöðum vestra. Dr. Richard Reck, hinn mikli kristni og kirkjuvinur, varð sextugur 9. júni. Vinir lians kosta myndarlegt afmælisrit í því tilefni. Séra Jón Skagan hefir verið skipaður æviskrárritari. Nýtt embætti. Hefir séra Jón starfað undanfarin ár á skrifstofu ríkisféhirðis. Kristileg námskeið fyrir börn og unglinga er nú haldin á vegum þjóðkirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði. Séra Bragi Friðriksson og fleiri veita þeim forstöðu. Jóhann O. Haraldsson, tónskáld frá Dagverðareyri og organleikari við Möðruvallakirkju, var heiðraður á bænadaginn með því að eingöngu voru leikin lög eftir hann við hátíðaguðsþjónustu þar. Fjölmenni var og seg)a norðanblöðin, að messugerð þessi muni verða kirkjugestunum minnisstæð. Barnadeild Hringsins í Landspítalanum tók til starfa 19. júní. Er þar náð miklum og merkilegum áfanga fyrir atorku kvenna. Frú Guðríður Ólafsdóttir, ekkja séra Jóns Arasonar á Húsavík, varð níræð 9. júní. Guðstraust Og rnannúð, ræður og erindi eftir Brynjólf Magnússon, Prest i Grindavík. — Þegar ég las prófarkir af bókinni, sást mér því miður yfir prentvillu á 184. bls. 11. 1. a. n.: arðbærara les auðbærara. Letta eru eigendur bókarinnar vinsamlega beðnir að leiðrétta. Guðm. R. Olafsson úr Grindavík. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.